Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels vonast til þess að ná friðarsamningum við Palestínumenn áður en George Bush forseti lætur af völdum.
Ísraelskur embættismaður segir að Olmert leggi áherslu á þessa tímasetningu vegna þess að ómögulegt sé að vita hversu mikla áherslu næsta ríkisstjórn Bandaríkjanna leggi á friðarferlið í Miðausturlöndum.
Olmert vill notfæra sér að Bush stjórnin styður það að Ísraelar fái að halda stórum landnemabyggðum á Vesturbakkanum.
Ísraelska forsætisráðherranum finnst einnig að hann geti samið við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, sem hann telur bæði raunsæjan og hófsaman.
George Bush yfirgefur Hvíta húsið í Janúar árið 2009.