Gengi skráðra fyrirtækja í Kauphöll Íslands hefur almennt lækkað eftir upphaf viðskipta í dag. Kaupþing og Landsbankinn reka lækkanalestina en gengi bréfa í bönkunum lækkaði um 1,84 prósent í fyrstu viðskiptum. Fast á hæla bankanna fylgja bankar og fjármálastofnanir að báðum færeysku bönkunum, Existu og SPRON undanskildum.
Ekkert félag hefur hækkað það sem af er dags.
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,28 prósent og stendur vísitalan í 7.899 stigum.
Lækkunin er í samræmi við þróunina á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum sem flestir hafa lækkað í dag.