Hitað upp fyrir NBA-deildina 30. október 2007 16:20 Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen verða væntanlega sterkir með Boston Celtics í vetur. Nordic Photos / Getty Images Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. San Antonio Spurs varð meistari í vor en síðustu ár hafa lið í Vesturdeildinni haft mikla yfirburði yfir liðum í Austurdeildinni. Þennan mun má helst sjá á árangri liðanna í fyrra, reiknað upp eftir riðlunum sem liðin leika í. Smellið á riðlana hér að neðan til að skoða umfjöllun um liðin: Suðvesturriðill: 58% sigurhlutfall (238 unnir leikir - 172 tapaðir) Kyrrahafsriðill: 53,1% (218-192)Miðriðill: 52,4% (215-195)Norðvesturriðill: 46,5% (191-219)Suðausturriðill: 45,8% (188-222) Atlantshafsriðill: 43,9% (180-230) Nú er hins vegar Boston Celtics komið með gríðarlega sterkt lið með tilkomu þeirra Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen. Kannski að Celtics endurlifi gömlu góðu dagana og skili einum titli í hús. Stóru liðin á vesturströndinni vilja kannski hafa eitthvað um það að segja. Lykilmaður Boston: Kevin Garnett. Atlantshafsriðillinn: Boston Celtics Flestir spá því að Boston Celtics verði í baráttunni um NBA-titilinn á þessu tímabili. Eftir mögur ár hyllir loks undir að liðið sé komið á þann stað sem stuðningsmenn liðsins hafa vanist í gegnum tíðina. Paul Pierce hefur undanfarin ár borið leik liðsins uppi en með tilkomu stjörnuleikmannanna Kevins Garnett frá Minnesota Timberwolvers og Ray Allen frá Seattle Supersonics er Boston sennilega komið með besta þríeyki deildarinnar. Mikið mun mæða á leikstjórnandanum Rajon Rondo sem þarf að sýna að hann sé maður sem geti komið boltanum til Allens, Pierce og Garnetts. Það er ekki síðri pressan á þjálfaranum Doc Rivers. Boston var með næstlélegasta árangur allra liða í NBA-deildinni á síðasta tímabili en nú hefur Rivers engar afsakanir. Danny Ainge, framkvæmdastjóri liðsins, fór hamförum á leikmannamarkaðnum í sumar og krafan er topp árangur og ekkert annað. Vandræði Boston Celtics felast kannski helst í því að breiddin er lítil fyrir utan stjörnurnar þrjár. ef einhver þeirra meiðist er liðið í vondum málum. En framtíðin er bjartari en hún hefur verið lengi í Boston. Lykilmaður New Jersey: Jason Kidd. New Jersey Nets Allir þrír lykilmenn New Jersey Nets eru mættir til leiks á ný. Jason Kidd var í toppformi með bandaríska landsliðinu í sumar, Vince Carter er kominn með nýjan spikfeitan samning og Richard Jefferson er algjörlega laus við meiðsli í fyrsta sinn á ferlinum. New Jersey hefur undanfarin ár verið eitt með af bestu liðum Austurdeildarinnar en ekki tekist að komast lengra en í aðra umferð. Vandamál liðsins er ekki ósvipað því sem Boston mun glíma við í vetur. Liðið hefur innan sinna raða þrjá frábæra leikmenn en þegar þeim sleppir er restin ekki upp á marga fiska. Það er alveg ljóst að aðrir leikmenn liðsins þurfa að taka meiri ábyrgð og losa pressuna af Kidd, Carter og Jefferson í stöku leik. Þar er helst horft til miðherjans Nenad Krstic sem var meiddur stóran hluta síðasta tímabils. Sérfræðingar eru margir hverjir á því að þrátt fyrir að Boston hafi fengið öflugan liðsstyrk þá sé New Jersey enn með besta liðið í Atlantshafsdeildinni. Lykilmaður Knicks: Zach Randolph. New York Knicks Það er hægt að segja það sama um New York Knicks á hverju ári: Þeir eru með marga ótrúlega hæfileikaríka leikmenn en ef þeir geta ekki spilað saman og spilað vörn þá mun liðið ekki komast í úrslitakeppnina. Nú hefur bæst í hópinn hinn öflugi Zach Randolph frá Portland Trailblazers. Randolph er frábær leikmaður sem hefur skorað yfir tuttugu stig og tekið yfir tíu fráköst að meðaltali í leik undanfarin tímabil. Spurningin er hins vegar hvernig honum gengur að spila með Eddie Curry, stigahæsta leikmanni Knicks, undir körfunni. Curry var aðalamaðurinn í sóknarleik Knicks á síðasta ári en þarf væntanlega að deila boltanum með Randolph á komandi tímabili. Isiah Thomas er ekki öfundsverður af þjálfarahlutverki sínu. Hans helsti höfuðverkur að verður að fá leikmenn eins og Marbury, Randolph og Curry til að spila eins og lið en þeir hafa allir tilhneigingu til að hugsa meira um eigin tölfræði en árangur liðsins. Takist honum að búa til góða liðsheild og fá leikmenn liðsisn til að spila vörn er New York með stórhættulegt lið. Ef ekki horfir liðið fram á enn einn vonbrigðavetur. Lykilmaður Philadelphia: Andre Iguodala. Philadelphia 76ers Eftir að Allen Iverson fór frá liðinu í fyrra hefur verið horft til framtíðar og reynt að byggja upp nýtt lið í kringum Andre Iguodala. Hann er öflugur og fjölhæfur leikmaður en mikið mun reyna á hann í vetur. Andre Miller leikstjórnandi veitir liðinu ákveðinn stöðugleika en það er hins vegar fátt um fína drætti þegar kemur að stóru mönnunum hjá liðinu. Í raun er því ekki hægt að ætlast til mikils af 76ers í vetur. Það er einnig talið tímaspursmál hvenær Larry Brown rekur Maurice Cheeks þjálfara og taki sjálfur við þjálfun liðsins. Undir hans stjórn komst liðið í úrslitaleik deildarinnar í upphafi áratugarins en tapaði fyrir LA Lakers. Það hefur einnig sitt að segja að þeir Samuel Dalembert og Shavlik Randolph eiga við meiðsli að stríða. Lykilmaður Toronto: Chris Bosh. Toronto Raptors Eftir að Bryan Colangelo tók við stöðu framkvæmdarstjóra hjá liðinu hefur það tekið á sig alþjóðlega og sterka mynd. Bryan er sonur Jerry Colangelo sem hefur byggt upp sannkallað stórlið í Phoenix. Sam Mitchell var á síðasta tímabili kosinn besti þjálfari deildarinnar og undir hans stjórn náði liðið ágætum árangri í úrslitakeppninni. Krafan verður eflaust að liðið komist skrefinu lengra á núverandi tímabilinu. Liðið hefur að geyma marga leikmenn en þar stendur fremst í flokki Chris Bosh sem er einn sterkasti ungi framherji deildarinnar. Þá fékk liðið til liðs við sig Argentínumanninn Carlos Delfino frá Detroit og skyttuna Jason Kapono frá Miami. Kapono var með besta skothlutfall í þriggja stiga skotum í deildinni í fyrra (51,4%). Toronto verður áfram skemmtilegt á að horfa og er til alls líklegt. NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjör og viðtöl: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira
Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. San Antonio Spurs varð meistari í vor en síðustu ár hafa lið í Vesturdeildinni haft mikla yfirburði yfir liðum í Austurdeildinni. Þennan mun má helst sjá á árangri liðanna í fyrra, reiknað upp eftir riðlunum sem liðin leika í. Smellið á riðlana hér að neðan til að skoða umfjöllun um liðin: Suðvesturriðill: 58% sigurhlutfall (238 unnir leikir - 172 tapaðir) Kyrrahafsriðill: 53,1% (218-192)Miðriðill: 52,4% (215-195)Norðvesturriðill: 46,5% (191-219)Suðausturriðill: 45,8% (188-222) Atlantshafsriðill: 43,9% (180-230) Nú er hins vegar Boston Celtics komið með gríðarlega sterkt lið með tilkomu þeirra Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen. Kannski að Celtics endurlifi gömlu góðu dagana og skili einum titli í hús. Stóru liðin á vesturströndinni vilja kannski hafa eitthvað um það að segja. Lykilmaður Boston: Kevin Garnett. Atlantshafsriðillinn: Boston Celtics Flestir spá því að Boston Celtics verði í baráttunni um NBA-titilinn á þessu tímabili. Eftir mögur ár hyllir loks undir að liðið sé komið á þann stað sem stuðningsmenn liðsins hafa vanist í gegnum tíðina. Paul Pierce hefur undanfarin ár borið leik liðsins uppi en með tilkomu stjörnuleikmannanna Kevins Garnett frá Minnesota Timberwolvers og Ray Allen frá Seattle Supersonics er Boston sennilega komið með besta þríeyki deildarinnar. Mikið mun mæða á leikstjórnandanum Rajon Rondo sem þarf að sýna að hann sé maður sem geti komið boltanum til Allens, Pierce og Garnetts. Það er ekki síðri pressan á þjálfaranum Doc Rivers. Boston var með næstlélegasta árangur allra liða í NBA-deildinni á síðasta tímabili en nú hefur Rivers engar afsakanir. Danny Ainge, framkvæmdastjóri liðsins, fór hamförum á leikmannamarkaðnum í sumar og krafan er topp árangur og ekkert annað. Vandræði Boston Celtics felast kannski helst í því að breiddin er lítil fyrir utan stjörnurnar þrjár. ef einhver þeirra meiðist er liðið í vondum málum. En framtíðin er bjartari en hún hefur verið lengi í Boston. Lykilmaður New Jersey: Jason Kidd. New Jersey Nets Allir þrír lykilmenn New Jersey Nets eru mættir til leiks á ný. Jason Kidd var í toppformi með bandaríska landsliðinu í sumar, Vince Carter er kominn með nýjan spikfeitan samning og Richard Jefferson er algjörlega laus við meiðsli í fyrsta sinn á ferlinum. New Jersey hefur undanfarin ár verið eitt með af bestu liðum Austurdeildarinnar en ekki tekist að komast lengra en í aðra umferð. Vandamál liðsins er ekki ósvipað því sem Boston mun glíma við í vetur. Liðið hefur innan sinna raða þrjá frábæra leikmenn en þegar þeim sleppir er restin ekki upp á marga fiska. Það er alveg ljóst að aðrir leikmenn liðsins þurfa að taka meiri ábyrgð og losa pressuna af Kidd, Carter og Jefferson í stöku leik. Þar er helst horft til miðherjans Nenad Krstic sem var meiddur stóran hluta síðasta tímabils. Sérfræðingar eru margir hverjir á því að þrátt fyrir að Boston hafi fengið öflugan liðsstyrk þá sé New Jersey enn með besta liðið í Atlantshafsdeildinni. Lykilmaður Knicks: Zach Randolph. New York Knicks Það er hægt að segja það sama um New York Knicks á hverju ári: Þeir eru með marga ótrúlega hæfileikaríka leikmenn en ef þeir geta ekki spilað saman og spilað vörn þá mun liðið ekki komast í úrslitakeppnina. Nú hefur bæst í hópinn hinn öflugi Zach Randolph frá Portland Trailblazers. Randolph er frábær leikmaður sem hefur skorað yfir tuttugu stig og tekið yfir tíu fráköst að meðaltali í leik undanfarin tímabil. Spurningin er hins vegar hvernig honum gengur að spila með Eddie Curry, stigahæsta leikmanni Knicks, undir körfunni. Curry var aðalamaðurinn í sóknarleik Knicks á síðasta ári en þarf væntanlega að deila boltanum með Randolph á komandi tímabili. Isiah Thomas er ekki öfundsverður af þjálfarahlutverki sínu. Hans helsti höfuðverkur að verður að fá leikmenn eins og Marbury, Randolph og Curry til að spila eins og lið en þeir hafa allir tilhneigingu til að hugsa meira um eigin tölfræði en árangur liðsins. Takist honum að búa til góða liðsheild og fá leikmenn liðsisn til að spila vörn er New York með stórhættulegt lið. Ef ekki horfir liðið fram á enn einn vonbrigðavetur. Lykilmaður Philadelphia: Andre Iguodala. Philadelphia 76ers Eftir að Allen Iverson fór frá liðinu í fyrra hefur verið horft til framtíðar og reynt að byggja upp nýtt lið í kringum Andre Iguodala. Hann er öflugur og fjölhæfur leikmaður en mikið mun reyna á hann í vetur. Andre Miller leikstjórnandi veitir liðinu ákveðinn stöðugleika en það er hins vegar fátt um fína drætti þegar kemur að stóru mönnunum hjá liðinu. Í raun er því ekki hægt að ætlast til mikils af 76ers í vetur. Það er einnig talið tímaspursmál hvenær Larry Brown rekur Maurice Cheeks þjálfara og taki sjálfur við þjálfun liðsins. Undir hans stjórn komst liðið í úrslitaleik deildarinnar í upphafi áratugarins en tapaði fyrir LA Lakers. Það hefur einnig sitt að segja að þeir Samuel Dalembert og Shavlik Randolph eiga við meiðsli að stríða. Lykilmaður Toronto: Chris Bosh. Toronto Raptors Eftir að Bryan Colangelo tók við stöðu framkvæmdarstjóra hjá liðinu hefur það tekið á sig alþjóðlega og sterka mynd. Bryan er sonur Jerry Colangelo sem hefur byggt upp sannkallað stórlið í Phoenix. Sam Mitchell var á síðasta tímabili kosinn besti þjálfari deildarinnar og undir hans stjórn náði liðið ágætum árangri í úrslitakeppninni. Krafan verður eflaust að liðið komist skrefinu lengra á núverandi tímabilinu. Liðið hefur að geyma marga leikmenn en þar stendur fremst í flokki Chris Bosh sem er einn sterkasti ungi framherji deildarinnar. Þá fékk liðið til liðs við sig Argentínumanninn Carlos Delfino frá Detroit og skyttuna Jason Kapono frá Miami. Kapono var með besta skothlutfall í þriggja stiga skotum í deildinni í fyrra (51,4%). Toronto verður áfram skemmtilegt á að horfa og er til alls líklegt.
NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjör og viðtöl: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira