Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, fór í morgun til fundar við fulltrúa herforingjastjórnarinnar þar.
Suu Kyi fór í fylgd fulltrúar stjórnarinnar frá heimili sínu þar sem hún hefur mátt dúsa í stofufangelsi um nokkurra ára skeið.
Stjórnarandstöðuleiðtoginn mun ræða stöðu mála og búast má við að mótmæli síðasta mánaðar gegn stjórninni verði ofarlega á baugi.