Geðvonska af svefnleysi sést á heilanum Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 24. október 2007 10:39 MYND/Getty Images Heilaskimun getur sýnt hvernig heilinn verður þreyttur og yfir-tilfinninganæmur ef manneskja er svipt svefni. Bandarískir vísindamenn héldu sjálfboðaliðum vakandi í 35 klukkustundir og fundu mjög vaxandi viðbrögð heilans þegar fólkinu voru sýndar myndir sem voru ætlaðar til að gera þau reið eða leið. Rannsóknin var birt í tímaritinu Current Biology. Hún bendir til fylgni milli geðsjúkdóma og svefnvandamála samkvæmt rannsóknarmönnunum. Breskur sérfræðingur sagði að ekki væri hægt skella skuld geðrænna vandamála alfarið á svefnleysi. Það voru teymi frá Læknaskóla Harvard og Berkley háskólanum í Kaliforníu sem notuðu segulsneiðmyndun til að skoða heila sjálfboðaliðanna svefnlausu. Tæknin gerir mögulegt að skoða blóðflæði í heilanum á rauntíma. Þannig sést hvaða svæði heilans eru mest virk hverju sinni. Eftir að sjáflboðaliðarnir höfðu vakað í langan tíma voru þeir skimaðir á meðan þeim voru sýndar myndir til að hvetja til tilfinningaríkra viðbragða.Frumstæður heili Niðurstöðurnar voru þær að viðbrögð svefnlausra við myndunum voru 60 prósent tilfinninganæmari en þeirra sem höfðu fengið eðlilegan svefn. Matthew Walker einn vísindamannanna segir að þessi mikli munur hefði komið þeim á óvart. Hann sagði að það væri næstum eins og að; „án svefns skipti heilinn yfir í frumstæð munstur þar sem hann er óhæfur að setja tilfinningaríka reynslu í rétt samhengi og bregðast við á yfirvegaðan og viðeigandi hátt." Hann sagði ennfremur að niðurstöðurnar gætu varpað ljósi á tengsl milli svefns og geðraskana. Rannsóknir hafi leitt í ljós að einhvers konar svefnleysi er tengt næstum öllum geðsjúkdómum. „Þessar niðurstöður gætu leitt til að fundið verði út af hverju." Margslungið svæðiJim Horne prófessor við svefnrannsóknarstöðina í Loughborough háskólanum fagnaði niðurstöðunum. Hann sagði þó að það yrði erfitt að nota þær til að skilgreina sambandið á milli geðheilsu og svefns.„Þetta er margslungið svæði. Munurinn er sá að fólk með geðraskanir er mögulega ekki meðvitað um ofurviðkvæm viðbrögð sín eða að það hagi sér óskynsamlega, á meðan sá sem er svefnlaus gæti verið meðvitaður um það. "Hann bendir á að vitað sé til að í sjúkdómum eins og þunglyndi geti jafnvel verið gagnlegt að minnka svefn hæfilega mikið í umhverfi þar sem fylgst er með sjúklingnum.Prófessor Derk-Jan Dijk svefnrannsóknarmaður frá háskólanum í Surrey segir niðurstöðurnar áhugaverðar. Margar rannsóknir hafi sýnt áhrif svefnleysis, en þessi sé sú fyrsta sem sýni hvað gerist í heilanum við tilfinningalega örvun. Vísindi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Heilaskimun getur sýnt hvernig heilinn verður þreyttur og yfir-tilfinninganæmur ef manneskja er svipt svefni. Bandarískir vísindamenn héldu sjálfboðaliðum vakandi í 35 klukkustundir og fundu mjög vaxandi viðbrögð heilans þegar fólkinu voru sýndar myndir sem voru ætlaðar til að gera þau reið eða leið. Rannsóknin var birt í tímaritinu Current Biology. Hún bendir til fylgni milli geðsjúkdóma og svefnvandamála samkvæmt rannsóknarmönnunum. Breskur sérfræðingur sagði að ekki væri hægt skella skuld geðrænna vandamála alfarið á svefnleysi. Það voru teymi frá Læknaskóla Harvard og Berkley háskólanum í Kaliforníu sem notuðu segulsneiðmyndun til að skoða heila sjálfboðaliðanna svefnlausu. Tæknin gerir mögulegt að skoða blóðflæði í heilanum á rauntíma. Þannig sést hvaða svæði heilans eru mest virk hverju sinni. Eftir að sjáflboðaliðarnir höfðu vakað í langan tíma voru þeir skimaðir á meðan þeim voru sýndar myndir til að hvetja til tilfinningaríkra viðbragða.Frumstæður heili Niðurstöðurnar voru þær að viðbrögð svefnlausra við myndunum voru 60 prósent tilfinninganæmari en þeirra sem höfðu fengið eðlilegan svefn. Matthew Walker einn vísindamannanna segir að þessi mikli munur hefði komið þeim á óvart. Hann sagði að það væri næstum eins og að; „án svefns skipti heilinn yfir í frumstæð munstur þar sem hann er óhæfur að setja tilfinningaríka reynslu í rétt samhengi og bregðast við á yfirvegaðan og viðeigandi hátt." Hann sagði ennfremur að niðurstöðurnar gætu varpað ljósi á tengsl milli svefns og geðraskana. Rannsóknir hafi leitt í ljós að einhvers konar svefnleysi er tengt næstum öllum geðsjúkdómum. „Þessar niðurstöður gætu leitt til að fundið verði út af hverju." Margslungið svæðiJim Horne prófessor við svefnrannsóknarstöðina í Loughborough háskólanum fagnaði niðurstöðunum. Hann sagði þó að það yrði erfitt að nota þær til að skilgreina sambandið á milli geðheilsu og svefns.„Þetta er margslungið svæði. Munurinn er sá að fólk með geðraskanir er mögulega ekki meðvitað um ofurviðkvæm viðbrögð sín eða að það hagi sér óskynsamlega, á meðan sá sem er svefnlaus gæti verið meðvitaður um það. "Hann bendir á að vitað sé til að í sjúkdómum eins og þunglyndi geti jafnvel verið gagnlegt að minnka svefn hæfilega mikið í umhverfi þar sem fylgst er með sjúklingnum.Prófessor Derk-Jan Dijk svefnrannsóknarmaður frá háskólanum í Surrey segir niðurstöðurnar áhugaverðar. Margar rannsóknir hafi sýnt áhrif svefnleysis, en þessi sé sú fyrsta sem sýni hvað gerist í heilanum við tilfinningalega örvun.
Vísindi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira