Óttast stjórnarskipti Guðjón Helgason skrifar 20. október 2007 18:45 Ráðamenn í Washington fylgjast uggandi með pólsku þingkosningunum á morgun. Verði sitjandi stjórn felld gætu áætlanir um eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu verið í uppnámi. Nýjustu kannanir benda til þess að stjórn eftir kosningarnar verði Jaroslaw Kacynski ekki lengur forsætisráðherra. Kaczynski er leiðtogi hins íhaldssama Laga- og réttlætisflokks og tvíburabróðir Lech Kaczynskis forseta Póllands. Við valdataumunum taki annar hægrimaður, Donald Tusk, leiðtogi Borgaralegs vettvangs og mótframbjóðandi Lechs í forsetakosningunum 2005. Munurinn mælist nú á bilinu 4 til 17%. Tusk hefur lofað umbótum í efnahagsmálum og heimkvaðningu hermanna frá Írak. Grzegor Schetyna, framkvæmdastjóri Borgaralegs vettvangs, flokks Tusks, segir Pólverja trygga bandamenn Bandaríkjamanna en þeir telji hins vegar að hlutverki þeirra í Írak ætti að vera lokið og verkefnum sem þeim var falið einnig. Bandaríkjamenn fylgjast því vandlega með kosningabaráttunni - ekki síst vegna eldflaugavarnarkerfisins sem þeir ætla að byggja í Póllandi og Tékklandi. Það kerfi er þyrnir í augum Rússa. Flokkur Tusks vill fá Atlantshafsbandalagið inn í málið. Schetyna segir þetta mál sem þurfi að taka til umræðu, líka í Póllandi, svo hægt verði að ákvarða með vissu hvað Pólverjar vilji. Hann telur vilja fyrir því að eldflaugavarnarkerfið verði hluti af varnarkerfi NATO. Áhuginn fyrir kosningunum verður ekki síðri hér en um sex þúsund Pólverjar búa á Íslandi. Tæplega 500 þeirra ætla að kjósa og hafa skráð sig til þess. Hægt verður að kjósa í Alþjóðahúsinu í Reykjavík frá klukkan 6 í fyrramálið til klukkan 20 annað kvöld. Erlent Fréttir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira
Ráðamenn í Washington fylgjast uggandi með pólsku þingkosningunum á morgun. Verði sitjandi stjórn felld gætu áætlanir um eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu verið í uppnámi. Nýjustu kannanir benda til þess að stjórn eftir kosningarnar verði Jaroslaw Kacynski ekki lengur forsætisráðherra. Kaczynski er leiðtogi hins íhaldssama Laga- og réttlætisflokks og tvíburabróðir Lech Kaczynskis forseta Póllands. Við valdataumunum taki annar hægrimaður, Donald Tusk, leiðtogi Borgaralegs vettvangs og mótframbjóðandi Lechs í forsetakosningunum 2005. Munurinn mælist nú á bilinu 4 til 17%. Tusk hefur lofað umbótum í efnahagsmálum og heimkvaðningu hermanna frá Írak. Grzegor Schetyna, framkvæmdastjóri Borgaralegs vettvangs, flokks Tusks, segir Pólverja trygga bandamenn Bandaríkjamanna en þeir telji hins vegar að hlutverki þeirra í Írak ætti að vera lokið og verkefnum sem þeim var falið einnig. Bandaríkjamenn fylgjast því vandlega með kosningabaráttunni - ekki síst vegna eldflaugavarnarkerfisins sem þeir ætla að byggja í Póllandi og Tékklandi. Það kerfi er þyrnir í augum Rússa. Flokkur Tusks vill fá Atlantshafsbandalagið inn í málið. Schetyna segir þetta mál sem þurfi að taka til umræðu, líka í Póllandi, svo hægt verði að ákvarða með vissu hvað Pólverjar vilji. Hann telur vilja fyrir því að eldflaugavarnarkerfið verði hluti af varnarkerfi NATO. Áhuginn fyrir kosningunum verður ekki síðri hér en um sex þúsund Pólverjar búa á Íslandi. Tæplega 500 þeirra ætla að kjósa og hafa skráð sig til þess. Hægt verður að kjósa í Alþjóðahúsinu í Reykjavík frá klukkan 6 í fyrramálið til klukkan 20 annað kvöld.
Erlent Fréttir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira