Föðurmorðingjar aftur á ferð Guðjón Helgason skrifar 19. október 2007 19:05 Benazir Bhúttó, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, segir forna fjendur fjölskyldu sinnar hafa reynt að ráða sig af dögum í gærkvöldi. Minnst 130 manns týndu lífi í tveimur sprengingum nærri bílalest Bhúttó í Karachi. Benazir Bhúttó var fagnað við heimkomuna í gær eftir átta ára sjálfskipaða útlegð. Fjölmennt var nærri bílaest hennar í Karachi í gærkvöldi þegar tvær spreningar urðu. Minnst 130 lágu í valnum og fjölmargir særðir. Bhúttó sjálfa sakaði ekki. Sprengjuárásin ein sú mannskæðasta í sögu landsins. Vitað var að líf forsætisráðherrans fyrrverandi væri í hættu enda mörg samtök herskárra múslima hótað að myrða hana eftir ummæli um stuðning við stríðið gegn hryðjuverkum. Engir hafa lýst ódæðinu á hendur sér en lögreglu grunar að einn maður hafi verið að verki - fyrst hafi hann hent handsprengju að bílalestinni og síðan sprengt sig í loft upp. Bhúttó segist tilræðismennina hafa auðsýnt heigulsskap. Slík árás hefði ekki verið gerð fyrr gegn stjórnmálaleiðtoga í Pakistan. Enginn sannur múslimi gæti hafa staðið að baki ódæðinu því það stríddi gegn trúnni að myrða konur og saklaust fólk. Bhúttó sjálf segist sannfærð um að stuðningmenn Mohammeds Zia-ul-Haq, fyrrverandi einræðisherra Pakistans, hafi verið að verki. Herforingjastjórn hans var við völd í níu ár - eða þar til herforinginn fórst í flugslysi 1988. Zia-ul-Haq bolaði föður Bhútto, Zulfikar Ali Bhúttó, forsætisráðherra, frá völdum 1977 og lét hengja hann tveimur árum síðar. Ljóst er að spennan á eftir að magnast í Pakistan næstu misserin - en kosið verður til þings í janúar. Bhúttó sækist þá eftir forsætisráðherraembættinu. Erlent Fréttir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira
Benazir Bhúttó, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, segir forna fjendur fjölskyldu sinnar hafa reynt að ráða sig af dögum í gærkvöldi. Minnst 130 manns týndu lífi í tveimur sprengingum nærri bílalest Bhúttó í Karachi. Benazir Bhúttó var fagnað við heimkomuna í gær eftir átta ára sjálfskipaða útlegð. Fjölmennt var nærri bílaest hennar í Karachi í gærkvöldi þegar tvær spreningar urðu. Minnst 130 lágu í valnum og fjölmargir særðir. Bhúttó sjálfa sakaði ekki. Sprengjuárásin ein sú mannskæðasta í sögu landsins. Vitað var að líf forsætisráðherrans fyrrverandi væri í hættu enda mörg samtök herskárra múslima hótað að myrða hana eftir ummæli um stuðning við stríðið gegn hryðjuverkum. Engir hafa lýst ódæðinu á hendur sér en lögreglu grunar að einn maður hafi verið að verki - fyrst hafi hann hent handsprengju að bílalestinni og síðan sprengt sig í loft upp. Bhúttó segist tilræðismennina hafa auðsýnt heigulsskap. Slík árás hefði ekki verið gerð fyrr gegn stjórnmálaleiðtoga í Pakistan. Enginn sannur múslimi gæti hafa staðið að baki ódæðinu því það stríddi gegn trúnni að myrða konur og saklaust fólk. Bhúttó sjálf segist sannfærð um að stuðningmenn Mohammeds Zia-ul-Haq, fyrrverandi einræðisherra Pakistans, hafi verið að verki. Herforingjastjórn hans var við völd í níu ár - eða þar til herforinginn fórst í flugslysi 1988. Zia-ul-Haq bolaði föður Bhútto, Zulfikar Ali Bhúttó, forsætisráðherra, frá völdum 1977 og lét hengja hann tveimur árum síðar. Ljóst er að spennan á eftir að magnast í Pakistan næstu misserin - en kosið verður til þings í janúar. Bhúttó sækist þá eftir forsætisráðherraembættinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira