Handbolti

Björgvin og Magnús í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgvin í leik með Stjörnunni gegn HK.
Björgvin í leik með Stjörnunni gegn HK. Mynd/Eyþór

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í handbolta hefur valið landsliðshópinn sem mætir Ungverjum í tveimur æfingaleikjum að viku liðinni.

Magnús Stefánsson, Akureyri, og Björgvin Hólmgeirsson, Stjörnunni, voru báðir valdir í hópinn í fyrsta skipti. Bróðir Björgvins, Einar, var ekki valinn en hann á við meiðsli að stríða.

Hið sama má segja um Guðjón Val Sigurðsson og Loga Geirsson. Þá vekur athygli að Ragnar Óskarsson er ekki í myndinni hjá Alfreð en hann hefur staðið sig vel í frönsku deildinni í vetur.

Jalisky Garcia er valinn í fyrsta sinn í langan tíma en hann hefur átt við þrálát meiðsli að stríða.

Annars er hópurinn þannig skipaður:

Markverðir:

Birkir Ívar Guðmundsson, Lübbecke

Björgvin Gústavsson, Fram

Hreiðar Levý Guðmundsson, Sävehof

Útileikmenn:

Alexander Petersson, Flensburg

Arnór Atlason, FCK

Andri Stefan, Haukum

Ásgeir Örn Hallgrímsson, GOG

Baldvin Þorsteinsson, Val

Bjarni Fritzson, St. Raphael

Björgvin Hólmgeirsson, Stjörnunni

Hannes Jón Jónsson, Fredrecia

Heimir Örn Árnason, Stjörnunni

Jaliesky Garcia, Göppingen

Jóhann Gunnar Einarsson, Fram

Magnús Stefánsson, Akureyri

Ólafur Stefánsson, Ciudad Real

Róbert Gunnarsson, Gummersbach

Sigfús Sigurðsson, Ademar Leon

Snorri Steinn Guðjónsson, GOG

Sverre Andreas Jakobsson, Gummersbach

Vignir Svavarsson, Skjern




Fleiri fréttir

Sjá meira


×