Króginn er þeirra Jón Kaldal skrifar 16. október 2007 11:35 Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, varð í gærkvöldi annar maðurinn á rúmri viku til að nota það orðalag að óorði hefði verið komið á útrás orkufyrirtækjanna með málatilbúnaðinum í kringum sameiningu Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy. Þessi ummæli lét Friðrik falla í viðtali við fréttastofu Ríkissjónvarpsins. Hinn sem greip til sömu orða var Dagur B. Eggertsson í grein í Fréttablaðinu hinn 6. október. Friðrik og Dagur eru pólitískir andstæðingar. Annar kemur úr Sjálfstæðisflokknum, hinn úr Samfylkingunni. Báðir eru þó sammála um það grundvallarsjónarmið að íslenskum orkufyrirtækjum ber skylda til þess að ávaxta óefnisleg verðmæti á borð við þekkingu og reynslu sem hefur byggst upp innan þeirra í áranna rás. Friðrik fangaði þá einföldu afstöðu með þessum orðum í fréttum Sjónvarps: "Orkufyrirtækin þurfa að horfa til langs tíma. Það er mjög mikilvægt fyrir þau að sjá fyrir verkefni eftir tíu til tuttugu ár. Ef við horfum á það sem er að gerast hér á landi, getur farið svo að eftir fimm til tíu ár verði til dæmis engin verkefni í vatnsafli og minna af verkefnum í jarðvarma en hingað til. Þá sitjum við uppi með þekkingu og við sitjum uppi með reynslu sem fyrirtækin vilja auðvitað koma í verð til að auka verðmæti sitt. Það gerist ekki öðruvísi en að koma þessum verðmætum á markað erlendis." Ef þetta sjónarmið sjálfstæðismannsins Friðriks nyti stuðnings meðal flokkssystkina hans í borgarstjórn væri Dagur B. Eggertsson ekki að taka við sem borgarstjóri í dag. Reyndar er (eða var að minnsta kosti) einn maður á þessari skoðun í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Hann heitir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Aðrir borgarfulltrúar flokksins eru honum ósammála. Að þeirra mati er ekki rétt að Orkuveita Reykjavíkur eigi samstarf við einkaaðila í REI um útrás í orkugeiranum. Þó gengur það samstarf ekki út á annað en að koma verðmætum Orkuveitunnar á markað erlendis, svo notað sé orðalag Friðriks. Þessi afstaða var kynnt sem slíkt grundvallarprinsipp í málinu að Orkuveitunni bæri að selja hlut sinn í REI eins fljótt og auðið væri. Og á því brotnaði borgarstjórn. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með sjálfstæðismönnum afneita REI á þessum forsendum. REI er þó skilgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, hafði frumkvæði að stofnun fyrirtækisins, formaður fyrstu stjórnar þess var náinn samherji hans, Björn Ársæll Pétursson, sem þar sat ásamt sjálfstæðismanninum Hauki Leóssyni og framsóknarmanninum Birni Inga Hrafnssyni. Framlag Orkuveitunnar til REI er áfangi í því að einkavæða ákveðna þætti sem einkageirinn er farinn að teygja sig eftir. Það er ekkert að því að opinbera fyrirtækið reyni að fá sem mest fyrir sinn snúð í því ferli. Yfirlýstur tilgangur REI við stofnun var útrás í orkumálum með samstarfsaðilum til að takmarka áhættu Orkuveitunnar. Þessu markmiði er nú náð. Sjálfstæðismenn eiga að kannast við krógann, vera af honum stoltir og taka þátt í því að vinda ofan af óorðinu sem Friðrik og Dagur hafa gert að umtalsefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, varð í gærkvöldi annar maðurinn á rúmri viku til að nota það orðalag að óorði hefði verið komið á útrás orkufyrirtækjanna með málatilbúnaðinum í kringum sameiningu Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy. Þessi ummæli lét Friðrik falla í viðtali við fréttastofu Ríkissjónvarpsins. Hinn sem greip til sömu orða var Dagur B. Eggertsson í grein í Fréttablaðinu hinn 6. október. Friðrik og Dagur eru pólitískir andstæðingar. Annar kemur úr Sjálfstæðisflokknum, hinn úr Samfylkingunni. Báðir eru þó sammála um það grundvallarsjónarmið að íslenskum orkufyrirtækjum ber skylda til þess að ávaxta óefnisleg verðmæti á borð við þekkingu og reynslu sem hefur byggst upp innan þeirra í áranna rás. Friðrik fangaði þá einföldu afstöðu með þessum orðum í fréttum Sjónvarps: "Orkufyrirtækin þurfa að horfa til langs tíma. Það er mjög mikilvægt fyrir þau að sjá fyrir verkefni eftir tíu til tuttugu ár. Ef við horfum á það sem er að gerast hér á landi, getur farið svo að eftir fimm til tíu ár verði til dæmis engin verkefni í vatnsafli og minna af verkefnum í jarðvarma en hingað til. Þá sitjum við uppi með þekkingu og við sitjum uppi með reynslu sem fyrirtækin vilja auðvitað koma í verð til að auka verðmæti sitt. Það gerist ekki öðruvísi en að koma þessum verðmætum á markað erlendis." Ef þetta sjónarmið sjálfstæðismannsins Friðriks nyti stuðnings meðal flokkssystkina hans í borgarstjórn væri Dagur B. Eggertsson ekki að taka við sem borgarstjóri í dag. Reyndar er (eða var að minnsta kosti) einn maður á þessari skoðun í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Hann heitir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Aðrir borgarfulltrúar flokksins eru honum ósammála. Að þeirra mati er ekki rétt að Orkuveita Reykjavíkur eigi samstarf við einkaaðila í REI um útrás í orkugeiranum. Þó gengur það samstarf ekki út á annað en að koma verðmætum Orkuveitunnar á markað erlendis, svo notað sé orðalag Friðriks. Þessi afstaða var kynnt sem slíkt grundvallarprinsipp í málinu að Orkuveitunni bæri að selja hlut sinn í REI eins fljótt og auðið væri. Og á því brotnaði borgarstjórn. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með sjálfstæðismönnum afneita REI á þessum forsendum. REI er þó skilgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, hafði frumkvæði að stofnun fyrirtækisins, formaður fyrstu stjórnar þess var náinn samherji hans, Björn Ársæll Pétursson, sem þar sat ásamt sjálfstæðismanninum Hauki Leóssyni og framsóknarmanninum Birni Inga Hrafnssyni. Framlag Orkuveitunnar til REI er áfangi í því að einkavæða ákveðna þætti sem einkageirinn er farinn að teygja sig eftir. Það er ekkert að því að opinbera fyrirtækið reyni að fá sem mest fyrir sinn snúð í því ferli. Yfirlýstur tilgangur REI við stofnun var útrás í orkumálum með samstarfsaðilum til að takmarka áhættu Orkuveitunnar. Þessu markmiði er nú náð. Sjálfstæðismenn eiga að kannast við krógann, vera af honum stoltir og taka þátt í því að vinda ofan af óorðinu sem Friðrik og Dagur hafa gert að umtalsefni.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun