Stjórnir Byrs sparisjóðs og Sparisjóðs Norðlendinga hafa skrifað undir áætlun um samruna sparisjóðanna og miðast hann við 1. júlí síðastliðinn. Gert er ráð fyrir því að hlutur stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði verði 90,5 prósent í sameinuðum sjóði og hlutur stofnfjáreigenda í Sparisjóði Norðlendinga verði 9,5 prósent.
Í tilkynningu frá sparisjóðunum kemur fram að svo framangreint hlutfall náist verður stofnfé í Sparisjóði Norðlendinga aukið um 234.860.000 milljónir króna áður en til samrunans kemur.
Samruni Byrs sparisjóðs og Sparisjóðs Norðlendinga er háður samþykki
stofnfjáreigenda sjóðanna, Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins.