Hæstiréttur á Spáni hefur staðfest bann við því að að vængstífðum öndum sé fleygt í sjóinn í bænum Sagunto, þar sem drukknir veislugestir berjast um þær. Árlega hafa hundruð manna safnast saman í bænum í ágúst, til þess að leika þennan leik.
Í niðurstöðum hæstaréttar segir að þetta sé grimmur leikur sem eigi sér enga menningarsögulega réttlætingu. Endurnar eru oft rifnar í tætlur þegar fólkið slæst um þær. Þar sem þær eru vængstífðar eiga þær sér enga undankomuleið.