Jeff Green tekur við Hetti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. október 2007 11:18 Hattarmönnum er fullalvara með ráðningu Green. Nordic Photos / Getty Images Ný-sjálenski þjálfarinn hefur tekið við 1. deildarliði Hattar. Green er afar umdeildur í heimalandi sínu en segist stefna á Íslandsmeistaratitilinn með Hetti. Þetta staðfestir Eymundur Sigurðsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hattar. Jeff Green mun koma til landsins í kvöld en tveir leikmenn koma einnig með honum, Ben Hill og Everard Bartlett. Hattarmenn hafa ekki náð sér á strik undanfarið og unnu aðeins tvo leiki af fjórtán á síðasta tímabili í 1. deildinni. Árið 2006 féll liðið úr úrvalsdeild karla en þá vann liðið þrjá leiki af 22 og endaði í neðsta sæti deildarinnar. „Ég er virkilega spenntur,“ sagði Green í viðtali við ný-sjálenskan fréttamiðil. „Þetta er alveg nýtt og öðruvísi. Þetta er góð áskorun. Auðvitað er staða liðsins ekki góð en um það snýst málið. Maður fær aldrei tækifæri með liði sem hefur unnið allt. Eina ástæðan fyrir því að félag vill ráða nýjan þjálfara er að bæta gengið.“ Ferill Green í Nýja-Sjálandi er ansi skrautlegur. Hann hefur náð góðum árangri í heimalandi sínu en hefur til að mynda þurft að hætta störfum hjá þarlendu félagi eftir að hafa lent í útistöðum við framkvæmdarstjóra félagsins vegna hegðunar sinnar. Hann hefur í ófá skipti fengið sektir fyrir brjálæðisköst sín á hliðarlínunni. Í ágúst síðastliðnum var hann sektaður um 500 dollara fyrir að láta dómara heyra það í miðjum leik. Ben Hill er 28 ára framherji sem er með breskt vegabréf og telst því sem Bosman-leikmaður. Hann var nýverið valinn í nýsjálenska landsliðið. Bartlett er 21 árs bakvörður sem þykir mikið efni. Hann er duglegur að skora og fór mikinn í háskólaboltanum á Nýja-Sjálandi á síðasta tímabili. Hann þykir hins vegar einnig skapmikill leikmaður en hefur lagast þó að undanförnu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Ný-sjálenski þjálfarinn hefur tekið við 1. deildarliði Hattar. Green er afar umdeildur í heimalandi sínu en segist stefna á Íslandsmeistaratitilinn með Hetti. Þetta staðfestir Eymundur Sigurðsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hattar. Jeff Green mun koma til landsins í kvöld en tveir leikmenn koma einnig með honum, Ben Hill og Everard Bartlett. Hattarmenn hafa ekki náð sér á strik undanfarið og unnu aðeins tvo leiki af fjórtán á síðasta tímabili í 1. deildinni. Árið 2006 féll liðið úr úrvalsdeild karla en þá vann liðið þrjá leiki af 22 og endaði í neðsta sæti deildarinnar. „Ég er virkilega spenntur,“ sagði Green í viðtali við ný-sjálenskan fréttamiðil. „Þetta er alveg nýtt og öðruvísi. Þetta er góð áskorun. Auðvitað er staða liðsins ekki góð en um það snýst málið. Maður fær aldrei tækifæri með liði sem hefur unnið allt. Eina ástæðan fyrir því að félag vill ráða nýjan þjálfara er að bæta gengið.“ Ferill Green í Nýja-Sjálandi er ansi skrautlegur. Hann hefur náð góðum árangri í heimalandi sínu en hefur til að mynda þurft að hætta störfum hjá þarlendu félagi eftir að hafa lent í útistöðum við framkvæmdarstjóra félagsins vegna hegðunar sinnar. Hann hefur í ófá skipti fengið sektir fyrir brjálæðisköst sín á hliðarlínunni. Í ágúst síðastliðnum var hann sektaður um 500 dollara fyrir að láta dómara heyra það í miðjum leik. Ben Hill er 28 ára framherji sem er með breskt vegabréf og telst því sem Bosman-leikmaður. Hann var nýverið valinn í nýsjálenska landsliðið. Bartlett er 21 árs bakvörður sem þykir mikið efni. Hann er duglegur að skora og fór mikinn í háskólaboltanum á Nýja-Sjálandi á síðasta tímabili. Hann þykir hins vegar einnig skapmikill leikmaður en hefur lagast þó að undanförnu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira