Kaupa ekki skýringar herforingja Guðjón Helgason skrifar 28. september 2007 17:59 Óeirðalögreglumenn á vakt í Jangon í Mjanmar í dag. MYND/AP Talið er að tugir eða jafnvel um hundrað manns hafi verið felldir í mótmælum í Mjanmar síðustu daga. Japönsk yfirvöld ætla að senda fulltrúa til landsins til að rannsaka morð á japanska fréttaljósmyndaranum Kenji Nagai, sem var að störfum í Jangon í gær. Á myndum japanskrar fréttastöðvar frá í dag má sjá upptöku sem sýnir hvar maður - sem þeir segja Nagai - er skotinn. Svo virðist sem hann sé skotinn nokkrum skotum. Í ríkissjónvarpi Mjanmar í gær var sagt frá dauða Nagais sem hafi vereið í heimsókn í Mjanmar með fullgilt ferðaleyfi. Hann hafi óvart verði skotinn þar sem hann hafi verið að afla frétta með lýðnum eins og fréttalesari kallar mótmælendur. Japönsk yfirvöld sætta sig ekki við þær skýringar sem gefnar eru og ætla að senda fulltrúa til Mjanmar til að rannsaka málið. Kenji er ekki sá eini sem hefur týnt lífi í hörðum aðgerðum herforingjanna gegn mótmælendum. Ekki er þó vitað með vissu hve margir hafa fallið. Ríkisfjölmiðlar segja tíu, sendiherra Ástralíu í landinu segir óhætt að margfalda þá tölu. Útlagaútvarp andstæðinga heforingjastjórnarinnar, sem rekið er í Ósló í Noregi, segir minnst hundrað manns hafa týnt lífi. Enn var reynt að mótmæla í dag en þær aðgerðir barðar niður af hörku. Munkar voru ekki margir á götum Jangon - þeir ýmist handteknir eða lokaðir inni í klaustrum sem búið var að girða af. Stuðningsmenn mótmælenda komu saman víða í dag til að sýna stuðning. Fjölmennt var við sendiráð Mjanmar í Lundúnum. Í Bangkok og Seúl var haldin kertavaka. Aðgerðum herforingjanna í Mjanmar var mótmælt fyrir utan konungshöllina í Noregi í dag - þar sem norska ríkisstjórnin mætti á ríkisráðsfund. Einn mótmælenda, Íslendingurinn Mímir Kristjánsson, leiðtogi ungra rauðliða í Noregi, reyndi þá að afhenda ráðherrum rauðan stuttermabol sem tákn um atburði vikunnar. Var hann þá umsvifalaust tekinn höndum og flutti lögregla hann á brott. Enn er mótmælt fyrir utan höllina. Erlent Fréttir Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Talið er að tugir eða jafnvel um hundrað manns hafi verið felldir í mótmælum í Mjanmar síðustu daga. Japönsk yfirvöld ætla að senda fulltrúa til landsins til að rannsaka morð á japanska fréttaljósmyndaranum Kenji Nagai, sem var að störfum í Jangon í gær. Á myndum japanskrar fréttastöðvar frá í dag má sjá upptöku sem sýnir hvar maður - sem þeir segja Nagai - er skotinn. Svo virðist sem hann sé skotinn nokkrum skotum. Í ríkissjónvarpi Mjanmar í gær var sagt frá dauða Nagais sem hafi vereið í heimsókn í Mjanmar með fullgilt ferðaleyfi. Hann hafi óvart verði skotinn þar sem hann hafi verið að afla frétta með lýðnum eins og fréttalesari kallar mótmælendur. Japönsk yfirvöld sætta sig ekki við þær skýringar sem gefnar eru og ætla að senda fulltrúa til Mjanmar til að rannsaka málið. Kenji er ekki sá eini sem hefur týnt lífi í hörðum aðgerðum herforingjanna gegn mótmælendum. Ekki er þó vitað með vissu hve margir hafa fallið. Ríkisfjölmiðlar segja tíu, sendiherra Ástralíu í landinu segir óhætt að margfalda þá tölu. Útlagaútvarp andstæðinga heforingjastjórnarinnar, sem rekið er í Ósló í Noregi, segir minnst hundrað manns hafa týnt lífi. Enn var reynt að mótmæla í dag en þær aðgerðir barðar niður af hörku. Munkar voru ekki margir á götum Jangon - þeir ýmist handteknir eða lokaðir inni í klaustrum sem búið var að girða af. Stuðningsmenn mótmælenda komu saman víða í dag til að sýna stuðning. Fjölmennt var við sendiráð Mjanmar í Lundúnum. Í Bangkok og Seúl var haldin kertavaka. Aðgerðum herforingjanna í Mjanmar var mótmælt fyrir utan konungshöllina í Noregi í dag - þar sem norska ríkisstjórnin mætti á ríkisráðsfund. Einn mótmælenda, Íslendingurinn Mímir Kristjánsson, leiðtogi ungra rauðliða í Noregi, reyndi þá að afhenda ráðherrum rauðan stuttermabol sem tákn um atburði vikunnar. Var hann þá umsvifalaust tekinn höndum og flutti lögregla hann á brott. Enn er mótmælt fyrir utan höllina.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira