O.J. - Frá betrunarheimili til frægðar 17. september 2007 14:48 O.J. Simpson á lögreglustöð í Las Vegas eftir handtökuna í gær. MYND/AFP O.J. Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Hann gæti átt von á allt að 30 ára fangelsisdómi verði hann fundinn sekur um rán með hættulegu vopni. Simpson var lengi holdgervingur ameríska draumsins og ímynd hans þótti brúa bil kynþátta. Eftir morð fyrrverandi eiginkonu hans snarbreyttist það og gæfan brosir ekki við hetjunni lengur. Orenthal James Simpson er fæddur 9. júlí 1947 og alinn upp í San Fransisco. Ekki leit út fyrir að drengurinn yrði íþróttamaður, því þriggja ára greindist hann með beinkröm og þurfti að notast við heimagerðar stuðningsgrindur í tvö ár. Þrettán ára gamall gekk hann til liðs við götuklíku í borginni og var síðan komið fyrir á betrunarheimili tveimur árum síðar. Simpson hóf að spila amerískan ruðning í gagnfræðaskóla og öðlaðist frægð fyrir frábæra frammistöðu sem atvinnumaður. Þar öðlaðist hann gælunafnið The Juice. Hann lék með Buffalo Bills og San Fransisco 49´ers og var valinn besti leikmaður deildarinnar árin 1972 og 1973. Hann var vígður inn í frægðarhöll bandarískra íþróttamanna árið 1985. Simpson hóf kvikmyndaleikferil sinn árið 1974. Hann lék meðal annars í sjónvarpsþáttaröðinn Rætur og ýmsum kvikmyndum, þar á meðal Naked Gun myndunum. Um tíma leit út fyrir að hann myndi hreppa aðalhlutverkið í myndinni The Terminator, en ímynd hans sem "góða mannsins" þótti skemma fyrir trúverðugleika þorparans í myndinni. O.J. stofnaði síðan sitt eigið kvikmyndafyrirtæki Orenthal Productions sem framleiddu aðallega efni fyrir sjónvarp. Simpson giftist fyrri konu sinni árið 1967. Þau eignuðust þrjú börn, en skildu ári eftir að yngsta barnið, þá tveggja ára, drukknaði í sundlaug fjölskyldunnar. Árið 1985 giftist hann hinni þýskættuðu Nicole Brown. Þau eignuðust tvö börn saman, en Nicole skildi við O.J. árið 1992 og sagði ofbeldishegðun hans orsökina. Árið 1994 fannst Nicole myrt fyrir utan heimili sitt ásamt vini sínum Ronald Goldman. Simpson var ákærður fyrir morðin. Hann gaf sig ekki fram við lögreglu sem endaði með eltingaleik lögreglu við O.J. og var sýnt beint í amerísku sjónvarpi. Eltingaleikurinn og réttarhaldið gegn honum eru meðal stærstu sjónvarpsviðburða í amerískri sjónvarpssögu. Sýnt var beint frá réttarhöldunum sem voru jafnan nefnd Réttarhöld sögunnar. Sýknuúrskurður vakti hörð viðbrögð og þótti auka kynþáttafordóma. Árið 1997 var Simpson dæmdur ábyrgur fyrir morðunum í einkamáli sem faðir Goldmans höfðaði gegn honum. Hann komst að mestu hjá því að greiða 33 milljón dollara skaðabætur til fjölskyldunnar vegna verndar á eftirlaunagreiðslum. Hann hélt því fyrri lífsstíl með greiðslum úr eftirlaunasjóði ruðningsmanna og flutti til Miami í Flórída, þar sem ekki er löglegt að taka heimili manneskju upp í greiðslu skuldar. Goldman fjölskyldan fékk þó andvirði Heisman verðlaunanna og þóknun sem Simpson fékk fyrir að birtast í tölvuleik. Simpson skrifaði bókina "Ef ég gerði það" árið 2006. Útgefandinn hætti við útgáfu hennar eftir mótmæli almennings. Gjaldþrotadómstóll framseldi síðan útgáfuréttinn til Goldman fjölskyldunnar sem gaf bókinni heitið "Ef ég gerði það: Játning morðingjans." Bókin kom út á fimmtudag, sama dag og minjagripaþjófnaðurinn átti sér stað. Fyrir morðið á Nicole Brown og Goldman var ímynd almennings af Simpsons ákaflega góð. Hann umgekkst hvíta jafnt sem svarta og þótti brúa bil kynþáttamunar og táknræns aðskilnaðar. Eftir morðið lagði hins vegar stór hluti almennings í Bandaríkjunum fæð á hann. Erlent Tengdar fréttir Simpson í járnum OJ Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Simpson segist einfaldlega hafa ætlað að ná í ýmsa muni úr eigin safni, sem hann segir að óprúttnir minjagripasalar hafi komist yfir með ólöglegum hætti. 17. september 2007 12:43 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
O.J. Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Hann gæti átt von á allt að 30 ára fangelsisdómi verði hann fundinn sekur um rán með hættulegu vopni. Simpson var lengi holdgervingur ameríska draumsins og ímynd hans þótti brúa bil kynþátta. Eftir morð fyrrverandi eiginkonu hans snarbreyttist það og gæfan brosir ekki við hetjunni lengur. Orenthal James Simpson er fæddur 9. júlí 1947 og alinn upp í San Fransisco. Ekki leit út fyrir að drengurinn yrði íþróttamaður, því þriggja ára greindist hann með beinkröm og þurfti að notast við heimagerðar stuðningsgrindur í tvö ár. Þrettán ára gamall gekk hann til liðs við götuklíku í borginni og var síðan komið fyrir á betrunarheimili tveimur árum síðar. Simpson hóf að spila amerískan ruðning í gagnfræðaskóla og öðlaðist frægð fyrir frábæra frammistöðu sem atvinnumaður. Þar öðlaðist hann gælunafnið The Juice. Hann lék með Buffalo Bills og San Fransisco 49´ers og var valinn besti leikmaður deildarinnar árin 1972 og 1973. Hann var vígður inn í frægðarhöll bandarískra íþróttamanna árið 1985. Simpson hóf kvikmyndaleikferil sinn árið 1974. Hann lék meðal annars í sjónvarpsþáttaröðinn Rætur og ýmsum kvikmyndum, þar á meðal Naked Gun myndunum. Um tíma leit út fyrir að hann myndi hreppa aðalhlutverkið í myndinni The Terminator, en ímynd hans sem "góða mannsins" þótti skemma fyrir trúverðugleika þorparans í myndinni. O.J. stofnaði síðan sitt eigið kvikmyndafyrirtæki Orenthal Productions sem framleiddu aðallega efni fyrir sjónvarp. Simpson giftist fyrri konu sinni árið 1967. Þau eignuðust þrjú börn, en skildu ári eftir að yngsta barnið, þá tveggja ára, drukknaði í sundlaug fjölskyldunnar. Árið 1985 giftist hann hinni þýskættuðu Nicole Brown. Þau eignuðust tvö börn saman, en Nicole skildi við O.J. árið 1992 og sagði ofbeldishegðun hans orsökina. Árið 1994 fannst Nicole myrt fyrir utan heimili sitt ásamt vini sínum Ronald Goldman. Simpson var ákærður fyrir morðin. Hann gaf sig ekki fram við lögreglu sem endaði með eltingaleik lögreglu við O.J. og var sýnt beint í amerísku sjónvarpi. Eltingaleikurinn og réttarhaldið gegn honum eru meðal stærstu sjónvarpsviðburða í amerískri sjónvarpssögu. Sýnt var beint frá réttarhöldunum sem voru jafnan nefnd Réttarhöld sögunnar. Sýknuúrskurður vakti hörð viðbrögð og þótti auka kynþáttafordóma. Árið 1997 var Simpson dæmdur ábyrgur fyrir morðunum í einkamáli sem faðir Goldmans höfðaði gegn honum. Hann komst að mestu hjá því að greiða 33 milljón dollara skaðabætur til fjölskyldunnar vegna verndar á eftirlaunagreiðslum. Hann hélt því fyrri lífsstíl með greiðslum úr eftirlaunasjóði ruðningsmanna og flutti til Miami í Flórída, þar sem ekki er löglegt að taka heimili manneskju upp í greiðslu skuldar. Goldman fjölskyldan fékk þó andvirði Heisman verðlaunanna og þóknun sem Simpson fékk fyrir að birtast í tölvuleik. Simpson skrifaði bókina "Ef ég gerði það" árið 2006. Útgefandinn hætti við útgáfu hennar eftir mótmæli almennings. Gjaldþrotadómstóll framseldi síðan útgáfuréttinn til Goldman fjölskyldunnar sem gaf bókinni heitið "Ef ég gerði það: Játning morðingjans." Bókin kom út á fimmtudag, sama dag og minjagripaþjófnaðurinn átti sér stað. Fyrir morðið á Nicole Brown og Goldman var ímynd almennings af Simpsons ákaflega góð. Hann umgekkst hvíta jafnt sem svarta og þótti brúa bil kynþáttamunar og táknræns aðskilnaðar. Eftir morðið lagði hins vegar stór hluti almennings í Bandaríkjunum fæð á hann.
Erlent Tengdar fréttir Simpson í járnum OJ Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Simpson segist einfaldlega hafa ætlað að ná í ýmsa muni úr eigin safni, sem hann segir að óprúttnir minjagripasalar hafi komist yfir með ólöglegum hætti. 17. september 2007 12:43 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Simpson í járnum OJ Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Simpson segist einfaldlega hafa ætlað að ná í ýmsa muni úr eigin safni, sem hann segir að óprúttnir minjagripasalar hafi komist yfir með ólöglegum hætti. 17. september 2007 12:43
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent