Kippi og töfratækin 17. september 2007 15:30 Guðmundur Vignir hefur komið víða við og auk þess að vera raftónlistarmaðurinn Kippi Kaninus er hann með BA-próf í guðfræði, 5. stig í söng og MA gráðu í hljóð- og myndlist sem hann nam í Hollandi. MYND/HÖRÐUR Raftónlistarmaðurinn Kippi Kaninus, öðru nafni Guðmundur Vignir Karlsson, á tvö uppáhaldsforrit þegar kemur að tónlistarsköpun. Vignir, eins og hann er oftast kallaður, hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum tengdum tónlist og myndlist. Hann hefur verið með í fjölda samsýninga í Hollandi, sýnt á tvíæringi í Cararra á Ítalíu, séð um unglistarþátt kirkjulistarhátíðar, verið í innsetningargjörningi Rúríar í tengslum við sömu hátíð, sungið með ýmsum kórum, Björk og Sigur Rós og gefið út diska sem Kippi Kaninus. Þegar hann semur raftónlist notar hann mikið tvö forrit. „Renoise er hugbúnaður sem byggist á tracker- forritunum. Tracker-forrit er nútímaútgáfa af gömlum forritum sem voru upphaflega gerð fyrir Amiga-tölvur sem voru vinsælar á níunda og tíunda áratugnum. Þannig að þetta byggir á tuttugu ára gamalli hefð sem er langur tími í tölvubransanum. Það er mjög öflugt forrit til að klippa og þess háttar," segir Vignir. Ólíkt helstu hugbúnaðarrisunum þá vinnur þróunarteymi Renoise náið með notendum hugbúnaðarins á netinu og fá þeir þannig hugmyndir að nýjungum og lagfæringum. Hitt forritið sem Vignir heldur upp á er Ableton Live. „Það er ferskt og skemmtilegt forrit að vinna í og auðvelt að nota í spuna. Það er auðvelt að henda inn hugmyndum, byrja á einhverju litlu og láta síðan vaxa utan á það. Þá getur maður sett inn hljóð og látið forritið spinna í kringum þau. Það er því hægt að vera mjög hvatvís." Ableton Live er hannað til þess að geta í senn verið hljóðfæri fyrir lifandi flutning sem og verkfæri til að útsetja og vinna tónlist með. Með þessum forritum getur Vignir unnið nánast alla sína tónlist heima við. „Ég nota aðallega tölvuna þegar ég sem tónlist en svo nota ég líka ýmiss konar hljóðfæri, hljóðgjafa og „sample". Ég hef gefið út fjóra diska og þeir hafa allir verið unnir heima." Hægt er að benda áhugasömum á heimasíðu Kippa Kaninus, http://kippikaninus.com, en þar má finna fjöldamörg lög eftir hann. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Raftónlistarmaðurinn Kippi Kaninus, öðru nafni Guðmundur Vignir Karlsson, á tvö uppáhaldsforrit þegar kemur að tónlistarsköpun. Vignir, eins og hann er oftast kallaður, hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum tengdum tónlist og myndlist. Hann hefur verið með í fjölda samsýninga í Hollandi, sýnt á tvíæringi í Cararra á Ítalíu, séð um unglistarþátt kirkjulistarhátíðar, verið í innsetningargjörningi Rúríar í tengslum við sömu hátíð, sungið með ýmsum kórum, Björk og Sigur Rós og gefið út diska sem Kippi Kaninus. Þegar hann semur raftónlist notar hann mikið tvö forrit. „Renoise er hugbúnaður sem byggist á tracker- forritunum. Tracker-forrit er nútímaútgáfa af gömlum forritum sem voru upphaflega gerð fyrir Amiga-tölvur sem voru vinsælar á níunda og tíunda áratugnum. Þannig að þetta byggir á tuttugu ára gamalli hefð sem er langur tími í tölvubransanum. Það er mjög öflugt forrit til að klippa og þess háttar," segir Vignir. Ólíkt helstu hugbúnaðarrisunum þá vinnur þróunarteymi Renoise náið með notendum hugbúnaðarins á netinu og fá þeir þannig hugmyndir að nýjungum og lagfæringum. Hitt forritið sem Vignir heldur upp á er Ableton Live. „Það er ferskt og skemmtilegt forrit að vinna í og auðvelt að nota í spuna. Það er auðvelt að henda inn hugmyndum, byrja á einhverju litlu og láta síðan vaxa utan á það. Þá getur maður sett inn hljóð og látið forritið spinna í kringum þau. Það er því hægt að vera mjög hvatvís." Ableton Live er hannað til þess að geta í senn verið hljóðfæri fyrir lifandi flutning sem og verkfæri til að útsetja og vinna tónlist með. Með þessum forritum getur Vignir unnið nánast alla sína tónlist heima við. „Ég nota aðallega tölvuna þegar ég sem tónlist en svo nota ég líka ýmiss konar hljóðfæri, hljóðgjafa og „sample". Ég hef gefið út fjóra diska og þeir hafa allir verið unnir heima." Hægt er að benda áhugasömum á heimasíðu Kippa Kaninus, http://kippikaninus.com, en þar má finna fjöldamörg lög eftir hann.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira