Kippi og töfratækin 17. september 2007 15:30 Guðmundur Vignir hefur komið víða við og auk þess að vera raftónlistarmaðurinn Kippi Kaninus er hann með BA-próf í guðfræði, 5. stig í söng og MA gráðu í hljóð- og myndlist sem hann nam í Hollandi. MYND/HÖRÐUR Raftónlistarmaðurinn Kippi Kaninus, öðru nafni Guðmundur Vignir Karlsson, á tvö uppáhaldsforrit þegar kemur að tónlistarsköpun. Vignir, eins og hann er oftast kallaður, hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum tengdum tónlist og myndlist. Hann hefur verið með í fjölda samsýninga í Hollandi, sýnt á tvíæringi í Cararra á Ítalíu, séð um unglistarþátt kirkjulistarhátíðar, verið í innsetningargjörningi Rúríar í tengslum við sömu hátíð, sungið með ýmsum kórum, Björk og Sigur Rós og gefið út diska sem Kippi Kaninus. Þegar hann semur raftónlist notar hann mikið tvö forrit. „Renoise er hugbúnaður sem byggist á tracker- forritunum. Tracker-forrit er nútímaútgáfa af gömlum forritum sem voru upphaflega gerð fyrir Amiga-tölvur sem voru vinsælar á níunda og tíunda áratugnum. Þannig að þetta byggir á tuttugu ára gamalli hefð sem er langur tími í tölvubransanum. Það er mjög öflugt forrit til að klippa og þess háttar," segir Vignir. Ólíkt helstu hugbúnaðarrisunum þá vinnur þróunarteymi Renoise náið með notendum hugbúnaðarins á netinu og fá þeir þannig hugmyndir að nýjungum og lagfæringum. Hitt forritið sem Vignir heldur upp á er Ableton Live. „Það er ferskt og skemmtilegt forrit að vinna í og auðvelt að nota í spuna. Það er auðvelt að henda inn hugmyndum, byrja á einhverju litlu og láta síðan vaxa utan á það. Þá getur maður sett inn hljóð og látið forritið spinna í kringum þau. Það er því hægt að vera mjög hvatvís." Ableton Live er hannað til þess að geta í senn verið hljóðfæri fyrir lifandi flutning sem og verkfæri til að útsetja og vinna tónlist með. Með þessum forritum getur Vignir unnið nánast alla sína tónlist heima við. „Ég nota aðallega tölvuna þegar ég sem tónlist en svo nota ég líka ýmiss konar hljóðfæri, hljóðgjafa og „sample". Ég hef gefið út fjóra diska og þeir hafa allir verið unnir heima." Hægt er að benda áhugasömum á heimasíðu Kippa Kaninus, http://kippikaninus.com, en þar má finna fjöldamörg lög eftir hann. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Raftónlistarmaðurinn Kippi Kaninus, öðru nafni Guðmundur Vignir Karlsson, á tvö uppáhaldsforrit þegar kemur að tónlistarsköpun. Vignir, eins og hann er oftast kallaður, hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum tengdum tónlist og myndlist. Hann hefur verið með í fjölda samsýninga í Hollandi, sýnt á tvíæringi í Cararra á Ítalíu, séð um unglistarþátt kirkjulistarhátíðar, verið í innsetningargjörningi Rúríar í tengslum við sömu hátíð, sungið með ýmsum kórum, Björk og Sigur Rós og gefið út diska sem Kippi Kaninus. Þegar hann semur raftónlist notar hann mikið tvö forrit. „Renoise er hugbúnaður sem byggist á tracker- forritunum. Tracker-forrit er nútímaútgáfa af gömlum forritum sem voru upphaflega gerð fyrir Amiga-tölvur sem voru vinsælar á níunda og tíunda áratugnum. Þannig að þetta byggir á tuttugu ára gamalli hefð sem er langur tími í tölvubransanum. Það er mjög öflugt forrit til að klippa og þess háttar," segir Vignir. Ólíkt helstu hugbúnaðarrisunum þá vinnur þróunarteymi Renoise náið með notendum hugbúnaðarins á netinu og fá þeir þannig hugmyndir að nýjungum og lagfæringum. Hitt forritið sem Vignir heldur upp á er Ableton Live. „Það er ferskt og skemmtilegt forrit að vinna í og auðvelt að nota í spuna. Það er auðvelt að henda inn hugmyndum, byrja á einhverju litlu og láta síðan vaxa utan á það. Þá getur maður sett inn hljóð og látið forritið spinna í kringum þau. Það er því hægt að vera mjög hvatvís." Ableton Live er hannað til þess að geta í senn verið hljóðfæri fyrir lifandi flutning sem og verkfæri til að útsetja og vinna tónlist með. Með þessum forritum getur Vignir unnið nánast alla sína tónlist heima við. „Ég nota aðallega tölvuna þegar ég sem tónlist en svo nota ég líka ýmiss konar hljóðfæri, hljóðgjafa og „sample". Ég hef gefið út fjóra diska og þeir hafa allir verið unnir heima." Hægt er að benda áhugasömum á heimasíðu Kippa Kaninus, http://kippikaninus.com, en þar má finna fjöldamörg lög eftir hann.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög