Bandarískum hermönnum ekki fækkað strax Guðjón Helgason skrifar 10. september 2007 19:05 Meira en helmingur Íraka segir árásir á bandaríska hermenn í landinu réttlætanlegar. Skýrsla um framvindu stríðsins í Írak var kynnt í dag. Breska ríkisútvarpið, BBC, og bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hafa látið gera könnun um viðhorf Íraka til aðgerða Bandaríkjamanna í landinu og hvernig þeir vilji taka á erlendu herliði. Meirihluti Íraka telur árásir á bandaríska hermenn réttlætanlegar. 93% súnnía telja árásir í lagi og helmingur sjía. Aðeins 5% Kúrda eru á sama máli. Árásir á íraskar sveitir eru síður ásættanlegar samkvæmt könnuninni. 18% Súnnía segja þær í lagi en aðeins 2% Sjía og Kúrda. Spurt var hvenær erlendar hersveitir eigi að fara frá Írak. Yfirgnæfandi meirihluti Súnnía vill að þær fari strax en innan við helmingur sjía sem vilja leggja áherslu á að tryggja öryggi almennra borgara eða styrk ríkisstjórnar. Einnig var spurt það hafi skilað árangri í öryggisgæslfu að fjölga bandarískum hermönnum í Bagdad og næsta nágrenni. 168 þúsund bandarískir hermenn eru nú í landinu en frá febrúar og fram í júní fjölgaði þeim um 30 þúsund. Mikill meirihluti Íraka segir ástandið verra á þessum svæðum og skiptir litlu hvort talað er við súnnía eða sjía. Heraflinn í Írak var til umræðu í Washington í dag þegar David Petraeus, yfirhershöfðingi í Írak, og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjanna, kynntu Bandaríkjaþingi skýrslu sína um málið. Þeir koma fyrir þingnefndir í dag og næstu tvo daga. Petraeus sagði markmiðum með fjölgun í herliðinu að mestu náð. Árásum og ódæðum hafi fækkað. Hann segir þó ekki hægt að fækka hermönnum fyrr en næsta sumar. Petraeus segir þá óhætt að kalla um 30 þúsund hermenn heim og síðan verði haldið áfram stig af stigi. Ómögulegt sé þó að segja til um hversu hratt það geti gengið. Erlent Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Meira en helmingur Íraka segir árásir á bandaríska hermenn í landinu réttlætanlegar. Skýrsla um framvindu stríðsins í Írak var kynnt í dag. Breska ríkisútvarpið, BBC, og bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hafa látið gera könnun um viðhorf Íraka til aðgerða Bandaríkjamanna í landinu og hvernig þeir vilji taka á erlendu herliði. Meirihluti Íraka telur árásir á bandaríska hermenn réttlætanlegar. 93% súnnía telja árásir í lagi og helmingur sjía. Aðeins 5% Kúrda eru á sama máli. Árásir á íraskar sveitir eru síður ásættanlegar samkvæmt könnuninni. 18% Súnnía segja þær í lagi en aðeins 2% Sjía og Kúrda. Spurt var hvenær erlendar hersveitir eigi að fara frá Írak. Yfirgnæfandi meirihluti Súnnía vill að þær fari strax en innan við helmingur sjía sem vilja leggja áherslu á að tryggja öryggi almennra borgara eða styrk ríkisstjórnar. Einnig var spurt það hafi skilað árangri í öryggisgæslfu að fjölga bandarískum hermönnum í Bagdad og næsta nágrenni. 168 þúsund bandarískir hermenn eru nú í landinu en frá febrúar og fram í júní fjölgaði þeim um 30 þúsund. Mikill meirihluti Íraka segir ástandið verra á þessum svæðum og skiptir litlu hvort talað er við súnnía eða sjía. Heraflinn í Írak var til umræðu í Washington í dag þegar David Petraeus, yfirhershöfðingi í Írak, og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjanna, kynntu Bandaríkjaþingi skýrslu sína um málið. Þeir koma fyrir þingnefndir í dag og næstu tvo daga. Petraeus sagði markmiðum með fjölgun í herliðinu að mestu náð. Árásum og ódæðum hafi fækkað. Hann segir þó ekki hægt að fækka hermönnum fyrr en næsta sumar. Petraeus segir þá óhætt að kalla um 30 þúsund hermenn heim og síðan verði haldið áfram stig af stigi. Ómögulegt sé þó að segja til um hversu hratt það geti gengið.
Erlent Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira