Vilja gjaldtöku vegna notkunar nagladekkja 7. september 2007 10:58 MYND/Róbert Vinnuhópur um mótvægisaðgerðir gegn svifryki leggur meðal annars til að tekin verði upp gjaldtaka fyrir notkun nagladekkja til þess að draga úr henni. Þá leggur hópurinn einnig til að veittar verði upplýsingar um hæfilega notkun nagladekkja, bæði kosti og galla. Fram kemur á vef samgönguráðuneytisins að í vinnuhópnum hafi setið fulltrúar frá umhverfisráðuneyti og samgönguráðuneyti fulltrúum Umferðarstofu, Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar. Var hópnum meðal annars falið að útfæra nánar tillögur starfshóps sem umhverfisráðuneytið hafði skilað undir lok síðasta árs. Tillögur vinnuhópsins taka til aðgerða meðal annars vegna sóts og nagladekkja. Leggur hópurinn einnig til varðandi sót að settar verði takmarkandi reglur um notkun og eftirlit með aflaukandi tölvukubba í bílum, að gjaldtaka á bílum leiði til þess að hagkvæmara verði að flytja inn litla bíla fremur en stóra og að lagt verði sótgjald á gamla mengandi bíla til að draga úr innflutningi þeirra til landsins. Einnig er lagt til að veittur verði skattafsláttur af gömlum bílum sem settar eru sótsíur í og lagðir mengunarskattar á gamla bíla sem ekki hafa slíkan búnað.Rykbinding verði skilyrði fyrir niðurrifi húsa Þá vill hópurinn að umhverfissvæði í þéttbýli verði skilgreint þannig að bílar sem ekki uppfylla tiltekna mengunarstaðla megi ekki aka þar og blásið verði til fræðsluátaks til að draga úr lausagangi bíla. Enn fremur leggur vinnuhópurinn til að rykbinding verði gerð að skilyrði fyrir starfsleyfi við niðurrif húsa og að sett verði almenn krafa um lágmörkun rykmyndunar í útboðum á framkvæmdum fyrir opinbera aðila. Tillögurnar eru nú til athugunar í samgönguráðuneytinu eftir því sem segir á vef ráðuneytisins. Umhverfismál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Vinnuhópur um mótvægisaðgerðir gegn svifryki leggur meðal annars til að tekin verði upp gjaldtaka fyrir notkun nagladekkja til þess að draga úr henni. Þá leggur hópurinn einnig til að veittar verði upplýsingar um hæfilega notkun nagladekkja, bæði kosti og galla. Fram kemur á vef samgönguráðuneytisins að í vinnuhópnum hafi setið fulltrúar frá umhverfisráðuneyti og samgönguráðuneyti fulltrúum Umferðarstofu, Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar. Var hópnum meðal annars falið að útfæra nánar tillögur starfshóps sem umhverfisráðuneytið hafði skilað undir lok síðasta árs. Tillögur vinnuhópsins taka til aðgerða meðal annars vegna sóts og nagladekkja. Leggur hópurinn einnig til varðandi sót að settar verði takmarkandi reglur um notkun og eftirlit með aflaukandi tölvukubba í bílum, að gjaldtaka á bílum leiði til þess að hagkvæmara verði að flytja inn litla bíla fremur en stóra og að lagt verði sótgjald á gamla mengandi bíla til að draga úr innflutningi þeirra til landsins. Einnig er lagt til að veittur verði skattafsláttur af gömlum bílum sem settar eru sótsíur í og lagðir mengunarskattar á gamla bíla sem ekki hafa slíkan búnað.Rykbinding verði skilyrði fyrir niðurrifi húsa Þá vill hópurinn að umhverfissvæði í þéttbýli verði skilgreint þannig að bílar sem ekki uppfylla tiltekna mengunarstaðla megi ekki aka þar og blásið verði til fræðsluátaks til að draga úr lausagangi bíla. Enn fremur leggur vinnuhópurinn til að rykbinding verði gerð að skilyrði fyrir starfsleyfi við niðurrif húsa og að sett verði almenn krafa um lágmörkun rykmyndunar í útboðum á framkvæmdum fyrir opinbera aðila. Tillögurnar eru nú til athugunar í samgönguráðuneytinu eftir því sem segir á vef ráðuneytisins.
Umhverfismál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira