Komið í veg fyrir hryðjuverk Guðjón Helgason skrifar 4. september 2007 19:08 Komið var í veg fyrir hryðjuverk þegar danska leyniþjónustan handtók í nótt átta grunaða hryðjuverkamenn í Kaupmannahöfn. Mennirnir eru allir sagðir tengjast al Qaeda. Lögregla réðst til atlögu gegn mönnunum í nótt þegar vitað var að þeir geymdu það sem leyniþjónustan kallaði ótryggt sprengiefni í íbúðahverfi. Jakob Scharf, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar - PET, sagði í blaðamannafundi í dag að aðgerðir hafi farið í gagn klukkan 2 í nótt. Leitað hafi verið á 11 stöðum í Kaupmannahöfn. Allt hafi gegnið að óskum og farið friðsamlega fram. Rannsókn hafi staðið yfir í nokkurn tíma og fylgst með mönnunum um nokkurt skeið. Þeir séu grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk og ætlað að nota sprengjur. Allir mennirnir eru af erlendu bergi brotnir, meðal annars frá Afganistan, Pakistan, Sómalíu og Tyrklandi. Þeir hafa allir búið í Danmörku í nokkurn tíma. Sex þeirra eru með danskan ríkisborgararétt og tveir með dvalarleyfi. Þeir voru handteknir á grundvelli hryðjuverkalaga en gæsluvarðhalds verður aðeins krafist yfir tveimur þeirra. Dönsk yfirvöld segja mennina tengjast alþjóðlegum samtökum herskárra múslima - þar á meðal með bein tengsl við háttsetta liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna. Scharf segir það mat leyniþjónustunnar að tekist hafi að koma í veg fyrir hryðjuverakaárás. Ekki hafi þó talist ástæða til að hækka varnarviðbúnað í Danmörku vegna þessa. Ekki kom fram á blaðamannafundinum hvort mennirnir hafi ætlað að láta til skarar skríða í Danmörku eða annars staðar. Danska leyniþjónustan telur ekkert benda til þess að sprengjuáformin nú tengist deilunni og skopmyndirnar af Múhameð spámanni eða veru danskra hermanna í Írak. Erlent Fréttir Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Komið var í veg fyrir hryðjuverk þegar danska leyniþjónustan handtók í nótt átta grunaða hryðjuverkamenn í Kaupmannahöfn. Mennirnir eru allir sagðir tengjast al Qaeda. Lögregla réðst til atlögu gegn mönnunum í nótt þegar vitað var að þeir geymdu það sem leyniþjónustan kallaði ótryggt sprengiefni í íbúðahverfi. Jakob Scharf, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar - PET, sagði í blaðamannafundi í dag að aðgerðir hafi farið í gagn klukkan 2 í nótt. Leitað hafi verið á 11 stöðum í Kaupmannahöfn. Allt hafi gegnið að óskum og farið friðsamlega fram. Rannsókn hafi staðið yfir í nokkurn tíma og fylgst með mönnunum um nokkurt skeið. Þeir séu grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk og ætlað að nota sprengjur. Allir mennirnir eru af erlendu bergi brotnir, meðal annars frá Afganistan, Pakistan, Sómalíu og Tyrklandi. Þeir hafa allir búið í Danmörku í nokkurn tíma. Sex þeirra eru með danskan ríkisborgararétt og tveir með dvalarleyfi. Þeir voru handteknir á grundvelli hryðjuverkalaga en gæsluvarðhalds verður aðeins krafist yfir tveimur þeirra. Dönsk yfirvöld segja mennina tengjast alþjóðlegum samtökum herskárra múslima - þar á meðal með bein tengsl við háttsetta liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna. Scharf segir það mat leyniþjónustunnar að tekist hafi að koma í veg fyrir hryðjuverakaárás. Ekki hafi þó talist ástæða til að hækka varnarviðbúnað í Danmörku vegna þessa. Ekki kom fram á blaðamannafundinum hvort mennirnir hafi ætlað að láta til skarar skríða í Danmörku eða annars staðar. Danska leyniþjónustan telur ekkert benda til þess að sprengjuáformin nú tengist deilunni og skopmyndirnar af Múhameð spámanni eða veru danskra hermanna í Írak.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira