Ég er svo ánægður að vera hérna uppá konunni minni Óli Tynes skrifar 31. ágúst 2007 14:26 Wong hafði ekki hugmynd um hvað vesturlandabúinn var að rugla. Stjórnmálamenn og stjórnarerindrekar þurfa að tjá sig í mörgum löndum. Það eru auðvitað töluð misjöfn tungumál í þessum löndum og það kemur fyrir að boðskapurinn brenglast í þýðingunni. Richard Woolcott sem stýrði ástralska utanríkisráðuneytinu í mörg ár rifjar upp skemmtilegar þýðingarvillur í endurminningum sem hann hefur skrifað um þetta tímabil. Það var til dæmis ástralski diplómatinn í París sem vildi skjalla franska gesti sína. Hann sagði þeim að þegar hann liti um öxl skiptist líf hans í diplómasíunni í tvennt. Það væru leiðinlegir staðir sem hann hefði verið sendur á....og svo París. Á sinni ágætu frönsku sagði hann; "Þegar ég lít á afturendann á mér sé ég að hann skiptist í tvennt." Woolcott rifjar upp þegar hann sjálfur flutti ræðu þegar hann var sendur til Palembang í Indónesíu. Woolcott sagði á ensku; "Fyrir mína hönd og eiginkonu minnar langar mig til að segja ykkir hvað ég er ánægður með að vera kominn hingað til Palembang." Eitthvað var túlkur hans ekki sterkur á svellinu því þýðing hans var á þessa leið; "Mig langar til að segja ykkur hvað ég er ánægður með að vera uppá konunni minni hér í Palembang." Kevin Rudd, leiðtogi ástralska verkamannaflokksins er rómaður tungumálamaður. Hann var þó ekki búinn að fullnema sig í kínversku þegar hann sagði í Peking; "Ástralía og Kína eru að njóta sameiginlegrar fullnægingar í samskiptum sínum." Richard Woolcott segir að stundum séu bestu þýðingarnar alls engar þýðingar. Eins og diplomatinn sem sagði langan brandara í veislu í Suður-Kóreu. Túlkurinn skildi ekkert í brandaranum. Engu að síður sagði hann nokkur orð í hátalarann. Og gestirnir veltust um af hlátri og klöppuðu ákaft. Diplomatinn hrósaði túlki sínum í hástert fyrir hæfnina en hann svaraði; "Í hreinskilni sagt ráðherra þá skildi ég ekki brandarann þinn. En ég sagði við fólkið á kóresku að ráðherrann hefði nú sagt skyldu-brandarann sinn. Og ég bað það um að hlæja hátt og innilega og klappa. Best of Óli Tynes Erlent Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Stjórnmálamenn og stjórnarerindrekar þurfa að tjá sig í mörgum löndum. Það eru auðvitað töluð misjöfn tungumál í þessum löndum og það kemur fyrir að boðskapurinn brenglast í þýðingunni. Richard Woolcott sem stýrði ástralska utanríkisráðuneytinu í mörg ár rifjar upp skemmtilegar þýðingarvillur í endurminningum sem hann hefur skrifað um þetta tímabil. Það var til dæmis ástralski diplómatinn í París sem vildi skjalla franska gesti sína. Hann sagði þeim að þegar hann liti um öxl skiptist líf hans í diplómasíunni í tvennt. Það væru leiðinlegir staðir sem hann hefði verið sendur á....og svo París. Á sinni ágætu frönsku sagði hann; "Þegar ég lít á afturendann á mér sé ég að hann skiptist í tvennt." Woolcott rifjar upp þegar hann sjálfur flutti ræðu þegar hann var sendur til Palembang í Indónesíu. Woolcott sagði á ensku; "Fyrir mína hönd og eiginkonu minnar langar mig til að segja ykkir hvað ég er ánægður með að vera kominn hingað til Palembang." Eitthvað var túlkur hans ekki sterkur á svellinu því þýðing hans var á þessa leið; "Mig langar til að segja ykkur hvað ég er ánægður með að vera uppá konunni minni hér í Palembang." Kevin Rudd, leiðtogi ástralska verkamannaflokksins er rómaður tungumálamaður. Hann var þó ekki búinn að fullnema sig í kínversku þegar hann sagði í Peking; "Ástralía og Kína eru að njóta sameiginlegrar fullnægingar í samskiptum sínum." Richard Woolcott segir að stundum séu bestu þýðingarnar alls engar þýðingar. Eins og diplomatinn sem sagði langan brandara í veislu í Suður-Kóreu. Túlkurinn skildi ekkert í brandaranum. Engu að síður sagði hann nokkur orð í hátalarann. Og gestirnir veltust um af hlátri og klöppuðu ákaft. Diplomatinn hrósaði túlki sínum í hástert fyrir hæfnina en hann svaraði; "Í hreinskilni sagt ráðherra þá skildi ég ekki brandarann þinn. En ég sagði við fólkið á kóresku að ráðherrann hefði nú sagt skyldu-brandarann sinn. Og ég bað það um að hlæja hátt og innilega og klappa.
Best of Óli Tynes Erlent Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira