Gengi Úrvalsvísitölunnar hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag eftir talsverða hækkun það sem af er vikunnar. Gengi bréfa í Teymi hækkaði mest, eða um 3,15 prósent. Þetta er í samræmi við hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag en helstu vísitölur þar lágu rétt yfir núllinu.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,48 prósent og stendur vísitalan í 8.349 stigum.
Vísitalan fór hæst í 9.016 stig 18. júlí síðastliðinn en lækkaði hratt upp frá því í kjölfar niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í lok síðasta mánaðar.