Matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Glitnis. Fitch gefur Glitnis langtímaeinkunnina A og segir matið endurspegla undirliggjandi hagnað bankans, góða eignastöðu og fjölbreytt tekjustreymi. Horfur lánshæfiseinkunnar bankans eru stöðugar, að mati Fitch.
Fyrirtækið gefur ennfremur Glitni skammtímaeinkunnina F1, óháðu einkunnina B/C og stuðningseinkunnina 2. Horfur eru stöðugar, að mati Fitch.