Íslenskir vísindamenn reyna að binda koltvísýring við basalt Þórir Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2007 18:30 Íslenskir vísindamenn eru að þróa aðferð til þess að vinna gegn gróðurhúsaáhrifunum með því að dæla koltvísýringi í jarðlög. Aðferðin felst í því að dæla koltvísýringi niður í basaltbergið á fjögur til átta hundruð metra dýpi. Hugmyndin er að leysa koltvísýringinn upp í kælivatni virkjunarinnar á Hellisheiði við háan þrýsting. Þeim vökva er síðan dælt niður í jörðina um borholur og látinn hvarfast við basaltið. Einar Gunnlaugsson deildarstjóri rannsókna hjá Orkuveitunni kynnti þessa hugmynd á fundi á Bessastöðum með Barböru Boxer, sem er áhrifamikill þingmaður öldungadeildar Bandaríkjaþings. Boxer sagði í samtali við Stöð tvö að hér væri um að ræða ákaflega áhugaverða leið til að vinna gegn hlýnun jarðar. Boxer er nýkomin frá Grænlandi, þar sem hún segist hafa séð afleiðingar gróðurhúsaáhrifanna í bráðnun Grænlandsjökuls. Um allan heim eru vísindamenn að leita leiða til að koma í veg fyrir losun koltvísýrings í andrúmsloftið, en koltvísýringur stuðlar að gróðurhúsaáhrifunum. Einar Gunnlaugsson, deildarstjóri rannsókna hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að hér sé um alþjóðlegt verkefni að ræða. Verið er að ljúka gerð samstarfssamnings milli Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóli Íslands, Kolumbaháskóli í Bandaríkjunum og Paul Sabatier Háskólinn í Toulouse í Frakklandi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafði forgöngu um samstarf íslenskra og bandarískra vísindamanna á þessu sviði. Einar vonast til að hægt verði að byrja að bora þegar á næsta ári. Umhverfismál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Íslenskir vísindamenn eru að þróa aðferð til þess að vinna gegn gróðurhúsaáhrifunum með því að dæla koltvísýringi í jarðlög. Aðferðin felst í því að dæla koltvísýringi niður í basaltbergið á fjögur til átta hundruð metra dýpi. Hugmyndin er að leysa koltvísýringinn upp í kælivatni virkjunarinnar á Hellisheiði við háan þrýsting. Þeim vökva er síðan dælt niður í jörðina um borholur og látinn hvarfast við basaltið. Einar Gunnlaugsson deildarstjóri rannsókna hjá Orkuveitunni kynnti þessa hugmynd á fundi á Bessastöðum með Barböru Boxer, sem er áhrifamikill þingmaður öldungadeildar Bandaríkjaþings. Boxer sagði í samtali við Stöð tvö að hér væri um að ræða ákaflega áhugaverða leið til að vinna gegn hlýnun jarðar. Boxer er nýkomin frá Grænlandi, þar sem hún segist hafa séð afleiðingar gróðurhúsaáhrifanna í bráðnun Grænlandsjökuls. Um allan heim eru vísindamenn að leita leiða til að koma í veg fyrir losun koltvísýrings í andrúmsloftið, en koltvísýringur stuðlar að gróðurhúsaáhrifunum. Einar Gunnlaugsson, deildarstjóri rannsókna hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að hér sé um alþjóðlegt verkefni að ræða. Verið er að ljúka gerð samstarfssamnings milli Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóli Íslands, Kolumbaháskóli í Bandaríkjunum og Paul Sabatier Háskólinn í Toulouse í Frakklandi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafði forgöngu um samstarf íslenskra og bandarískra vísindamanna á þessu sviði. Einar vonast til að hægt verði að byrja að bora þegar á næsta ári.
Umhverfismál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira