Dregur úr styrk Deans Guðjón Helgason skrifar 21. ágúst 2007 19:00 Fellibylurinn Dean skall á Júkatan skaga í Mexíkó í dag. Heldur dró úr veðurofsanum þegar bylurinn fór yfir land en óttast að hann sæki í sig veðrið þegar hann fer yfir Mexíkóflóa. Miðja fellibylsins náði landa á Júkatan-skaga í morgun - nærri landamærum Mexíkó og Belís - með ofsavindi og úrhellisrigningu. Rétt áður en hann skall á skaganum hafði Dean náð fimmta og efsta stigi Saffir-Simpson kvarðans og vindhraði því á bilinu 70 til 80 metrar á sekúndu. Til samanburðar má geta þess að mesti vindur sem mælst hefur hér á landi var 74,2 metrar á sekúndu, í þúsund metra hæð á Gagnheiðarhnjúki á Fjarðarheiði árið 1995 Fimmta stigs fellibylir eru sjaldgæfir og hafa aðeins þrír slíkir skollið á Bandaríkjunum frá því skráning hófst, síðast var það Katrín sem lagði New Orleans borg í rúst fyrir tveimur árum. Þegar Dean náði landi í morgun féll hann niður um þrjú stig á kvarðanum og var vindhraði þá 57 metrar á sekúndu. Sterkasta hviða sem mælst hefur í Reykjavík var 59,4 metrar á sekúndu árið 1942. Dean olli ekki eins mikilli eyðileggingu á ferðamannasvæðum á borð við Cancun og óttast var. Ferðamenn í Chetumal sögðu þó ástandið um tíma skelfilegt. Á nokkurra mínútna fresti hefði heyrst hvar rúður sprungu í húsum vegna veðurofsans. Þau svæði sem urðu verst úti eru nokkuð afskekkt og því ekki hægt að meta skemmdir að fullu fyrr en í kvöld eða á morgun í fyrsta lagi. Fátækt er mikil í þeim hluta landsins og hús því hrörlega byggð. Engar fréttir hafa borist af manntjóni. Minnst tólf hafa týnt lífi þar sem bylurinn hafði farið yfir á Karíbahafi áður en hann náði til Júkatan-skaga. Óttast er að Dean nái fjórða eða jafnvel fimmta stigi aftur þegar hann fer yfir Mexíkóflóa í átt að meginlandi Mexíkó. Bandaríska fellibyljastofnunin býst við að miklar rigningar verði á Júkatan-skaga, í Belís, Gvatemala og í Norður-Hondúras, það geti valdið flóðum og aurskriðum. Erlent Fréttir Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Sjá meira
Fellibylurinn Dean skall á Júkatan skaga í Mexíkó í dag. Heldur dró úr veðurofsanum þegar bylurinn fór yfir land en óttast að hann sæki í sig veðrið þegar hann fer yfir Mexíkóflóa. Miðja fellibylsins náði landa á Júkatan-skaga í morgun - nærri landamærum Mexíkó og Belís - með ofsavindi og úrhellisrigningu. Rétt áður en hann skall á skaganum hafði Dean náð fimmta og efsta stigi Saffir-Simpson kvarðans og vindhraði því á bilinu 70 til 80 metrar á sekúndu. Til samanburðar má geta þess að mesti vindur sem mælst hefur hér á landi var 74,2 metrar á sekúndu, í þúsund metra hæð á Gagnheiðarhnjúki á Fjarðarheiði árið 1995 Fimmta stigs fellibylir eru sjaldgæfir og hafa aðeins þrír slíkir skollið á Bandaríkjunum frá því skráning hófst, síðast var það Katrín sem lagði New Orleans borg í rúst fyrir tveimur árum. Þegar Dean náði landi í morgun féll hann niður um þrjú stig á kvarðanum og var vindhraði þá 57 metrar á sekúndu. Sterkasta hviða sem mælst hefur í Reykjavík var 59,4 metrar á sekúndu árið 1942. Dean olli ekki eins mikilli eyðileggingu á ferðamannasvæðum á borð við Cancun og óttast var. Ferðamenn í Chetumal sögðu þó ástandið um tíma skelfilegt. Á nokkurra mínútna fresti hefði heyrst hvar rúður sprungu í húsum vegna veðurofsans. Þau svæði sem urðu verst úti eru nokkuð afskekkt og því ekki hægt að meta skemmdir að fullu fyrr en í kvöld eða á morgun í fyrsta lagi. Fátækt er mikil í þeim hluta landsins og hús því hrörlega byggð. Engar fréttir hafa borist af manntjóni. Minnst tólf hafa týnt lífi þar sem bylurinn hafði farið yfir á Karíbahafi áður en hann náði til Júkatan-skaga. Óttast er að Dean nái fjórða eða jafnvel fimmta stigi aftur þegar hann fer yfir Mexíkóflóa í átt að meginlandi Mexíkó. Bandaríska fellibyljastofnunin býst við að miklar rigningar verði á Júkatan-skaga, í Belís, Gvatemala og í Norður-Hondúras, það geti valdið flóðum og aurskriðum.
Erlent Fréttir Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Sjá meira