Taugatitringur á mörkuðum Guðjón Helgason skrifar 16. ágúst 2007 12:05 Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Evrópu hafa hrunið frá því þeir voru opnaðir í morgun. Áframhaldandi óvissu vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði er þar um að kenna. Krónan hefur fallið um 12% á einum mánuði og veiktist um 2% í morgun. Úrvalsvísitalan lækkaði þá um rúm 4%. Mikil taugaveiklun hefur einkennt viðskipti á mörkuðum í Asíu og Evrópu í morgun. Enn er talið óvíst hversu mikil áhrif samdráttur vegna óhagstæðra fasteignalána í Bandaríkjunum verða. Dow Jones-vísitalan bandaríska fór niður 13 þúsund stig þegar mörkuðum þar í landi var lokað í gær. Úrvalsvísitalan lækkaði strax um 4,22% þegar opnað var fyrir viðskipti í Kauphöll OMX á Íslandi í morgun. Krónan veiktist um rúm 2% í morgun og hefur gengi hennar lækkað um 12% á einum mánuði. Hræðslu fjárfesta við hávaxtamynt vegna vandræða á bandarískum húsnæðislánamrakaði er einna helst kennt um. Tyrkneska líran, ástralski dalurinn og sá nýsjálenski eru í svipaðri stöðu og krónan, samkvæmt frétt frá greiningu Glitnis. Í morgun hefur verð á bréfum í helstu félögum á íslenskum markaði lækkað. Verð á bréfum í Exista hefur lækkað um rúm 8%, gengi bréfa í FL Group féll um rúm 6% og verð á hlut í Straumi-Burðarás fór niður um rúm 5%. FTSE vístalan í Lundúnum lækkaði um tæp 3% þegar opnað var fyrir viðskipti þar í borg í morgun og hefur hún lækkað um rúm 10% á rúmum mánuði. Hlutabréfavísitala í Suður-Kóreu lækkaði um 6,5%, og voru viðskipti þar stöðvuð um tíma. Þá lækkaði Nikkei vísitalan í Japan um 2,7%, og Hang Sen vísitalan í Hong Kong um 4%. Sérfræðingar á alþjóðamörkuðum segja það gera öllum erfitt fyrir að ekki sé hægt að meta umfang vandans. Fjölmargir fjárfestingasjóðir séu í vanda vegna vanskila á lánum til húsnæðiskaupa handa fólki með slæmt greiðslumat. Seðlabankar víða um heim halda á meðan áfram að dæla peningum inn í kerfið í von um að tryggja mýkri lendingu. Erlent Fréttir Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Evrópu hafa hrunið frá því þeir voru opnaðir í morgun. Áframhaldandi óvissu vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði er þar um að kenna. Krónan hefur fallið um 12% á einum mánuði og veiktist um 2% í morgun. Úrvalsvísitalan lækkaði þá um rúm 4%. Mikil taugaveiklun hefur einkennt viðskipti á mörkuðum í Asíu og Evrópu í morgun. Enn er talið óvíst hversu mikil áhrif samdráttur vegna óhagstæðra fasteignalána í Bandaríkjunum verða. Dow Jones-vísitalan bandaríska fór niður 13 þúsund stig þegar mörkuðum þar í landi var lokað í gær. Úrvalsvísitalan lækkaði strax um 4,22% þegar opnað var fyrir viðskipti í Kauphöll OMX á Íslandi í morgun. Krónan veiktist um rúm 2% í morgun og hefur gengi hennar lækkað um 12% á einum mánuði. Hræðslu fjárfesta við hávaxtamynt vegna vandræða á bandarískum húsnæðislánamrakaði er einna helst kennt um. Tyrkneska líran, ástralski dalurinn og sá nýsjálenski eru í svipaðri stöðu og krónan, samkvæmt frétt frá greiningu Glitnis. Í morgun hefur verð á bréfum í helstu félögum á íslenskum markaði lækkað. Verð á bréfum í Exista hefur lækkað um rúm 8%, gengi bréfa í FL Group féll um rúm 6% og verð á hlut í Straumi-Burðarás fór niður um rúm 5%. FTSE vístalan í Lundúnum lækkaði um tæp 3% þegar opnað var fyrir viðskipti þar í borg í morgun og hefur hún lækkað um rúm 10% á rúmum mánuði. Hlutabréfavísitala í Suður-Kóreu lækkaði um 6,5%, og voru viðskipti þar stöðvuð um tíma. Þá lækkaði Nikkei vísitalan í Japan um 2,7%, og Hang Sen vísitalan í Hong Kong um 4%. Sérfræðingar á alþjóðamörkuðum segja það gera öllum erfitt fyrir að ekki sé hægt að meta umfang vandans. Fjölmargir fjárfestingasjóðir séu í vanda vegna vanskila á lánum til húsnæðiskaupa handa fólki með slæmt greiðslumat. Seðlabankar víða um heim halda á meðan áfram að dæla peningum inn í kerfið í von um að tryggja mýkri lendingu.
Erlent Fréttir Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira