Heimildamynd um tónleikaferð Sigur Rósar um Ísland í fyrra verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík fimmtudaginn 27. september.
Tónleikaferðalagið sveitarinnar var allt kvikmyndað og fá aðdáendur nú að njóta afraksturins í mynd um ferðalagið sem hlotið hefur nafnið Sigur Rós - Heima.
Meðlimir Sigur Rósar eru nú staddir í Los Angeles að klára hljóðblöndun myndarinnar í Dolby 5.1 svo sem best verði á stóra tjaldinu í haust.
Myndin fer í almennar sýningar föstudaginn 5. október í Háskólabíó og Regnboganum. Forsala á myndina hefst þriðjudaginn 18. september á midi.is og í Háskólabíói og Regnboganum.
Trailer myndarinnar má sjá hér:
