Uppreisnarmenn Talíbana í Afganistan létu í dag tvær suður-kóreskar konur lausar úr gíslingu. 18 Suður-kóreumenn eru þó enn í haldi þeirra.
Konunum var sleppt þar sem þær voru veikar. Þær voru færðar í umsjá fulltrúa Rauða hálfmánans.
Talíbanar rændu 23 Suður-Kóreumönnum fyrir rúmum þremur vikum. Þeir hafa myrt tvo þeirra.
Talíbanar vilja aðeins sleppa þeim í skiptum fyrir aðra Talíbana sem sitja nú í fangelsum í Afganistan.