Yfirvöld í Frakklandi hafa hert mjög eftirlit með lestarkerfinu í austurhluta landsins, eftir að hafa fengið vísbendingar um mögulega hryðjuverkaárás. Lögreglumenn og starfsmenn járnbrautanna skoðuðu sérstaklega nokkrar lestar sem voru á leið til og koma frá Luxembourg.
Einnig var víða leitað á lestarstöðvum. Franska innanríkisráðuneytið vill ekki tjá sig um málið að sinni. Hryðjuverkamenn um allan heim sækja mjög í almenningssamgöngur þar sem þeir geta valdið sem mestu manntjóni.
Á undanförnum misserum hafa verið gerðar mannskæðar árásir á járnbrautarlestar bæði á Spáni og í Bretlandi. Það hafa líka verið gerðar árásir á lestarkerfið í Frakklandi.