Náðu tökum á eldunum Guðjón Helgason skrifar 6. ágúst 2007 18:21 Miklir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og hafa ekki verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. Neyðarástandi var lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik um helgina en í dag náðu slökkviliðsmenn tökum á eldunum sem loguðu þar. Hvert hitametið hefur verið slegið í Suður-Evrópu það sem af er sumri. Fyrir vikið hafa skógareldar logað í Króatíu síðustu daga en einnig í Albaníu, Búlgaríu, Grikklandi, á Ítalíu, í Makedóníu og Tyrklandi. Talið er að enn eigi eftir að hitna víða á svæðinu og óttast eldar kunni að kvikna í Portúgal og á Spáni. Talið er að þrjú þúsund ferkílómetrar af skólendi hafi orðið eldunum að bráð það sem af er sumri - meira en allt árið í fyrra - og eldarnir því einhverjir þeir verstu sem sögur fara af í þessum hluta álfunnar. Óttast var að eldar sem loguðu í króatísku hafnaborginni Dubrovnik um helgina breiddust frekar út og ógnuðu þar með sögufrægum miðaldabyggingum, en borgin, sem oft er kölluð Perla Adríahafsins, er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Fimm hundruð slökkviliðsmenn böruðst við eldana í gær og í nótt en vindar og ósprungnar jarðsprengjur frá tíma stríðsátaka á Balkanskaganum, hömluðu aðgerðum. Í dag náðu þeir tökum á eldunum. Ekki reyndist þörf á að flytja fólk á brott frá heimilum sínum. Nokkur hús skemmdust en aðeins eitt brann til grunna. Eldarnir kviknuðu í Bosníu-Hersegóvínu og breiddust til Dubrovnik. Borgin er vinsæll ferðamannastaður en ferðamenn þar voru ekki í neinni hættu þar sem eldarnir náðu ekki nærri ströndinni þar sem flest hótel í hafnarborginni standa. Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Miklir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og hafa ekki verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. Neyðarástandi var lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik um helgina en í dag náðu slökkviliðsmenn tökum á eldunum sem loguðu þar. Hvert hitametið hefur verið slegið í Suður-Evrópu það sem af er sumri. Fyrir vikið hafa skógareldar logað í Króatíu síðustu daga en einnig í Albaníu, Búlgaríu, Grikklandi, á Ítalíu, í Makedóníu og Tyrklandi. Talið er að enn eigi eftir að hitna víða á svæðinu og óttast eldar kunni að kvikna í Portúgal og á Spáni. Talið er að þrjú þúsund ferkílómetrar af skólendi hafi orðið eldunum að bráð það sem af er sumri - meira en allt árið í fyrra - og eldarnir því einhverjir þeir verstu sem sögur fara af í þessum hluta álfunnar. Óttast var að eldar sem loguðu í króatísku hafnaborginni Dubrovnik um helgina breiddust frekar út og ógnuðu þar með sögufrægum miðaldabyggingum, en borgin, sem oft er kölluð Perla Adríahafsins, er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Fimm hundruð slökkviliðsmenn böruðst við eldana í gær og í nótt en vindar og ósprungnar jarðsprengjur frá tíma stríðsátaka á Balkanskaganum, hömluðu aðgerðum. Í dag náðu þeir tökum á eldunum. Ekki reyndist þörf á að flytja fólk á brott frá heimilum sínum. Nokkur hús skemmdust en aðeins eitt brann til grunna. Eldarnir kviknuðu í Bosníu-Hersegóvínu og breiddust til Dubrovnik. Borgin er vinsæll ferðamannastaður en ferðamenn þar voru ekki í neinni hættu þar sem eldarnir náðu ekki nærri ströndinni þar sem flest hótel í hafnarborginni standa.
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira