190 þúsund byssur týndar Guðjón Helgason skrifar 6. ágúst 2007 12:31 Bandarísk hermálayfirvöld hafa týnt 190 þúsund skotvopnum sem sett voru í hendur íraskra lögreglu- og hermanna. Byssurnar átti að nota til að tryggja öryggi íraskra borgara en nú er óttast að þær séu notaðar til að myrða þá og bandaríska hermenn. Um er að ræða 110 þúsund AK-47 árásarriffla og 80 þúsund skammbyssur. Þá hafa einnig 135 þúsund skothelt vesti horfið og 115 þúsund hjálmar. Allur þessi búnaður kemur frá Bandaríkjamönnum og var settur í hendur íraskra öryggissveitar- og lögreglumanna. Það er rannsóknarhópur á vegum Bandaríkjaþings sem greinir frá þessu í nýrri skýrslu en þar segir að bandarísk hermálayfirvöld geti ekki greint frá því hvað orðið hafi um byssurnar. Þau geta aðeins rakið um 30% þeirra vopna sem hafa verið send Írökum síðustu 3 árin. Varnarmálaráðuneytið dregur þessar tölur ekki í efa og segir málið í athugun. Í skýrsllunni segir að vopnum hafi verið útbýtt af handahópi og í flýti og skipulag hafi verið lítið sem ekkert, sér í lagi árin 2004 og 2005. Þá sá David Petraeus, herforingi í Bandaríkjaher, um þjálfun íraskra öryggissveita, en Petraeus stjórnar nú öllum herafla Bandaríkjamanna í Írak. Nú er óttast að vopin séu notuð til að myrða íraska borgara og bandaríska hermenn. Ofan á þessa mun einnig ganga treglega að koma vopnum sem Írakar hafa óskað frá Bandaríkjamönnum í hendur öryggissveita. Rúmlega fjórðungur þess sem pantað hefur verið hafi borist og segir sendiherra Íraka í Bandaríkjunum að það komi í veg fyrir að Írakar sjálfir geti tekið á andspyrnumönnum. Þessar upplýsingar koma fram á versta tíma fyrir Bush Bandaríkjaforseta þar í Washington er nú tekist hart á um árangurinn í Íraksstríðsins. Petraeus og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjamanna í Írak, munu í næsta mánuði leggja fram skýrslu þar sem þeir meta árangur hertra aðgerða í Írak sem miða að því að binda enda á átök þjóðarbrota og auka möguleikann á fullri sjálfsstjórn Íraka. Erlent Fréttir Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Bandarísk hermálayfirvöld hafa týnt 190 þúsund skotvopnum sem sett voru í hendur íraskra lögreglu- og hermanna. Byssurnar átti að nota til að tryggja öryggi íraskra borgara en nú er óttast að þær séu notaðar til að myrða þá og bandaríska hermenn. Um er að ræða 110 þúsund AK-47 árásarriffla og 80 þúsund skammbyssur. Þá hafa einnig 135 þúsund skothelt vesti horfið og 115 þúsund hjálmar. Allur þessi búnaður kemur frá Bandaríkjamönnum og var settur í hendur íraskra öryggissveitar- og lögreglumanna. Það er rannsóknarhópur á vegum Bandaríkjaþings sem greinir frá þessu í nýrri skýrslu en þar segir að bandarísk hermálayfirvöld geti ekki greint frá því hvað orðið hafi um byssurnar. Þau geta aðeins rakið um 30% þeirra vopna sem hafa verið send Írökum síðustu 3 árin. Varnarmálaráðuneytið dregur þessar tölur ekki í efa og segir málið í athugun. Í skýrsllunni segir að vopnum hafi verið útbýtt af handahópi og í flýti og skipulag hafi verið lítið sem ekkert, sér í lagi árin 2004 og 2005. Þá sá David Petraeus, herforingi í Bandaríkjaher, um þjálfun íraskra öryggissveita, en Petraeus stjórnar nú öllum herafla Bandaríkjamanna í Írak. Nú er óttast að vopin séu notuð til að myrða íraska borgara og bandaríska hermenn. Ofan á þessa mun einnig ganga treglega að koma vopnum sem Írakar hafa óskað frá Bandaríkjamönnum í hendur öryggissveita. Rúmlega fjórðungur þess sem pantað hefur verið hafi borist og segir sendiherra Íraka í Bandaríkjunum að það komi í veg fyrir að Írakar sjálfir geti tekið á andspyrnumönnum. Þessar upplýsingar koma fram á versta tíma fyrir Bush Bandaríkjaforseta þar í Washington er nú tekist hart á um árangurinn í Íraksstríðsins. Petraeus og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjamanna í Írak, munu í næsta mánuði leggja fram skýrslu þar sem þeir meta árangur hertra aðgerða í Írak sem miða að því að binda enda á átök þjóðarbrota og auka möguleikann á fullri sjálfsstjórn Íraka.
Erlent Fréttir Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira