Neyðarástand vegna elda í Dubrovnik Guðjón Helgason skrifar 6. ágúst 2007 12:11 Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik þar sem miklir skógareldar loga nú. Gríðarlegir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og ekki hafa þeir verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. Björgunarsveitarmenn bíða nú skipana frá borgarstjóranum í Dumbrovnik um að byrja að flytja íbúa á brott frá heimilum sínum í hlíðum umhverfis borgina. Um fimm hundruð slökkviliðsmenn reyna nú hvað þeir geta til að ná tökum á eldunum og flugvélar meðal annars notaðar til að berjast við þá. Vindasamt er á svæðinu og gerir það slökkviliðsmönnum erfitt fyrir og því breiðast eldarnir hratt út. Virkar jarðsprengjur frá stríðsátökum á tíunda áratug síðustu aldar hafa einnig hamlað slökkvistarfi og komið í veg fyrir að slökkviliðsmenn komist á sum svæði þar sem eldarnir loga. Dúbrovnik, sem oft er nefnd Perla Adríahafsins, er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og vinsæll ferðamannastaður. Þar standa enn fjölmargar merkar byggingar frá miðöldum þrátt fyrir að borgin hafi skemmst mikið í átökunum á Balkanskaga. Stór hluti hennar hefur verið endurbyggður. Óttast er að einhverjar merkar byggingar geti orðið eldunum að bráð nái slökkviliðsmenn ekki tökum á þeim hið fyrsta. Dubravka Suica, borgarstjóri, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að ferðamenn væru ekki í hættu þar sem eldarnir ógni ekki hverfum við ströndina þar sem flest hótel borgarinnar séu. Mikilir skógareldar, einhverjir þeir verstu í sögunni, hafa logað í Suður-Evrópu í sumar þar sem hvert hitametið hefur verið slegið á fætur öðru. Eldar hafa logað í Albaníu, Búlgaríu, á Grikklandi, Ítalíu, í Makedóníu, Portúgal, á Spáni og í Tyrklandi. Rúmlega þrjú þúsund ferkílómetrar af skóglendi hafa orðið eldum að bráð - meira en allt árið í fyrra. Erlent Fréttir Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik þar sem miklir skógareldar loga nú. Gríðarlegir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og ekki hafa þeir verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. Björgunarsveitarmenn bíða nú skipana frá borgarstjóranum í Dumbrovnik um að byrja að flytja íbúa á brott frá heimilum sínum í hlíðum umhverfis borgina. Um fimm hundruð slökkviliðsmenn reyna nú hvað þeir geta til að ná tökum á eldunum og flugvélar meðal annars notaðar til að berjast við þá. Vindasamt er á svæðinu og gerir það slökkviliðsmönnum erfitt fyrir og því breiðast eldarnir hratt út. Virkar jarðsprengjur frá stríðsátökum á tíunda áratug síðustu aldar hafa einnig hamlað slökkvistarfi og komið í veg fyrir að slökkviliðsmenn komist á sum svæði þar sem eldarnir loga. Dúbrovnik, sem oft er nefnd Perla Adríahafsins, er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og vinsæll ferðamannastaður. Þar standa enn fjölmargar merkar byggingar frá miðöldum þrátt fyrir að borgin hafi skemmst mikið í átökunum á Balkanskaga. Stór hluti hennar hefur verið endurbyggður. Óttast er að einhverjar merkar byggingar geti orðið eldunum að bráð nái slökkviliðsmenn ekki tökum á þeim hið fyrsta. Dubravka Suica, borgarstjóri, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að ferðamenn væru ekki í hættu þar sem eldarnir ógni ekki hverfum við ströndina þar sem flest hótel borgarinnar séu. Mikilir skógareldar, einhverjir þeir verstu í sögunni, hafa logað í Suður-Evrópu í sumar þar sem hvert hitametið hefur verið slegið á fætur öðru. Eldar hafa logað í Albaníu, Búlgaríu, á Grikklandi, Ítalíu, í Makedóníu, Portúgal, á Spáni og í Tyrklandi. Rúmlega þrjú þúsund ferkílómetrar af skóglendi hafa orðið eldum að bráð - meira en allt árið í fyrra.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent