Við heyrðum ópin og grátinn hvert í öðru Óli Tynes skrifar 31. júlí 2007 10:07 Ashraf Alhajouj. Palestinski læknirinn sem var ásamt fimm búlgöskum hjúkrunarkonum í fangelsi í átta ár í Libyu, hefur lýst skelfilegum pyntingum sem þau máttu þola. Fólkið var sakað um að hafa vísvitandi sýkt mörghundruð libysk börn af alnæmi. Ashraf Alhajouj segir að fyrstu dagana hafi hann verið geymdur í klefa með þrem hundum sem var sigað á hann. Hann segir að fætur sínir séu alsettir örum eftir bit þeirra og hann sé með stór gat á hné. Hann segir frá því að rafmagnsköplum sem búið var að skera plasthlífarnar utanaf hafi verið vafið um kynfæri hans og hann dreginn veinandi eftir gólfinu. Rafmagnskaplarnir voru einnig notaðir til að gefa honum raflost. "Þeir festu mínuskapalinn á fingur mér og plús kapalinn annaðhvort við eyra eða kynfæri mín. Þegar ég missti meðvitund helltu þeir yfir mig vatni og byrjuðu svo á nýjan leik. Ashraf segir að hjúkrunarkonurnar hafi einnig verið pyntaðar. Hann hafi margsinnis séð þeim nauðgað. Ein þeirra hafi reynt að skera sig á púls með glerbroti því hún hafi ekki þolað við lengur. Stundum voru þau öll pyntuð í sama herbergi; "Ég sá þær hálfnaktar og þær sáu mig allsnakinn þegar mér voru gefin raflost. Við heyrðum ópin og grátinn hvert í öðru." Ashraf vísar algerlega á bug ásökunum um að þau hafi vísvitandi smitað börnin. Hann segir að hreinlætismál á sjúkrahúsinu hafi verið í hroðalegum ólestri. "Við höfðum ekki sprautur og sótthreinsunarofninn var ónýtur. Það voru bara ein skæri til þess að klippa á nafnastrengi allra barnanna sem fæddust." Erlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Sjá meira
Palestinski læknirinn sem var ásamt fimm búlgöskum hjúkrunarkonum í fangelsi í átta ár í Libyu, hefur lýst skelfilegum pyntingum sem þau máttu þola. Fólkið var sakað um að hafa vísvitandi sýkt mörghundruð libysk börn af alnæmi. Ashraf Alhajouj segir að fyrstu dagana hafi hann verið geymdur í klefa með þrem hundum sem var sigað á hann. Hann segir að fætur sínir séu alsettir örum eftir bit þeirra og hann sé með stór gat á hné. Hann segir frá því að rafmagnsköplum sem búið var að skera plasthlífarnar utanaf hafi verið vafið um kynfæri hans og hann dreginn veinandi eftir gólfinu. Rafmagnskaplarnir voru einnig notaðir til að gefa honum raflost. "Þeir festu mínuskapalinn á fingur mér og plús kapalinn annaðhvort við eyra eða kynfæri mín. Þegar ég missti meðvitund helltu þeir yfir mig vatni og byrjuðu svo á nýjan leik. Ashraf segir að hjúkrunarkonurnar hafi einnig verið pyntaðar. Hann hafi margsinnis séð þeim nauðgað. Ein þeirra hafi reynt að skera sig á púls með glerbroti því hún hafi ekki þolað við lengur. Stundum voru þau öll pyntuð í sama herbergi; "Ég sá þær hálfnaktar og þær sáu mig allsnakinn þegar mér voru gefin raflost. Við heyrðum ópin og grátinn hvert í öðru." Ashraf vísar algerlega á bug ásökunum um að þau hafi vísvitandi smitað börnin. Hann segir að hreinlætismál á sjúkrahúsinu hafi verið í hroðalegum ólestri. "Við höfðum ekki sprautur og sótthreinsunarofninn var ónýtur. Það voru bara ein skæri til þess að klippa á nafnastrengi allra barnanna sem fæddust."
Erlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Sjá meira