Vopnum smyglað á Gaza-svæðið í gegnum göng 30. júlí 2007 21:54 Liðsforingi úr egypska hernum myndar göng sem fundust fyrir sjö mánuðum og sýnd voru fréttamönnum í gær. MYND/AP Egypski herinn fann um helgina nokkur hundruð metra löng göng í bænum Rafah í Egyptalandi sem talið er að hafi verið notuð til að smygla vopnum inn á Gaza-ströndina. Inngangurinn að göngunum var falinn inni í svefnherbergisskáp. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík göng finnast í landamærabænum en svipuð göng höfðu áður fundist í nærliggjandi húsum. Göngin eru þröng og einungis einn maður getur skriðið í gegn. Egyptar hafa verið undir miklum þrýstingi frá bandarískum og ísraelskum stjórnvöldum um að stoppa vopnasendingar inn á Gaza-ströndina frá því að Hamas-liðar tóku völd á svæðinu í síðasta mánuði. Lögð er rík áhersla á að loka svæðinu svo að hægt verði að einangra Hamas-liða til að koma í veg fyrir að þeir fái vopn og peninga. Stjórnvöld í Egyptalandi segjast hins vegar þurfa á stuðningi að halda frá Bandaríkjunum og Ísrael. Þau þurfa tæki til að leita göngin uppi og fé til að þjálfa fleiri landamæraverði. "Við getum ekki stöðvað allt smygl. Við þurfum á fleiri tækjum að halda og við þurfum að tvöfalda fjölda landamæravarða," sagði Amr Madou, hershöfðingi í egypska hernum, í samtali við fréttamenn í gær. "Það eru göng hvar sem stigið er niður fæti." Erlent Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Egypski herinn fann um helgina nokkur hundruð metra löng göng í bænum Rafah í Egyptalandi sem talið er að hafi verið notuð til að smygla vopnum inn á Gaza-ströndina. Inngangurinn að göngunum var falinn inni í svefnherbergisskáp. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík göng finnast í landamærabænum en svipuð göng höfðu áður fundist í nærliggjandi húsum. Göngin eru þröng og einungis einn maður getur skriðið í gegn. Egyptar hafa verið undir miklum þrýstingi frá bandarískum og ísraelskum stjórnvöldum um að stoppa vopnasendingar inn á Gaza-ströndina frá því að Hamas-liðar tóku völd á svæðinu í síðasta mánuði. Lögð er rík áhersla á að loka svæðinu svo að hægt verði að einangra Hamas-liða til að koma í veg fyrir að þeir fái vopn og peninga. Stjórnvöld í Egyptalandi segjast hins vegar þurfa á stuðningi að halda frá Bandaríkjunum og Ísrael. Þau þurfa tæki til að leita göngin uppi og fé til að þjálfa fleiri landamæraverði. "Við getum ekki stöðvað allt smygl. Við þurfum á fleiri tækjum að halda og við þurfum að tvöfalda fjölda landamæravarða," sagði Amr Madou, hershöfðingi í egypska hernum, í samtali við fréttamenn í gær. "Það eru göng hvar sem stigið er niður fæti."
Erlent Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira