Handknattleikslið Stjörnurnar í karlaflokki mætir Tenax Dobele frá Lettlandi í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa. Dregið var fyrir leikina í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu í morgun. Fyrri leikurinn fer fram á Íslandi þann 1. eða 2. september og seinni leikurinn fer fram 8. eða 9. september.