Þrjár sjálfsmorðssprengjuárásir urðu að minnsta kosti 52 að bana í Pakistan í dag. Er þetta mesta mannfall sem orðið hefur á einum degi síðan alda sjálfsmorðssprengjuárása hófst í kjölfar umsáturs stjórnvalda um Rauðu moskuna í Islamabad fyrr í þessum mánuði.
Alls hafa 150 manns látið lífið í sjálfsmorðssprengjuárásum eftir að umsátrinu lauk. Átökin við moskuna fyrr í mánuðinum brutust út eftir langvarandi deilur um íslömsku Sharia lögin.