Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,58 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Velta á markaði nam tæplega þrettán milljörðum króna.
Mest hækkun varð á bréfum í Atorku eða 4,66 prósent. Glitnir hækkaði um rúmlega tvö og hálft prósent og Kaupþing um 2,07 prósent.
Teymi lækkaði um 1,22 og var eina félagið sem lækkaði í dag.
Krónan styrktist um 0,09 prósent. Bandaríkjadalur stendur í tæpum sextíu krónum, breska pundið í rúmum 122 og evran í rétt rúmum áttatíu og tveimur krónum.