Wood and Company, sem er að helmingshlut í eigu Straums-Burðaráss fjárfestingabanka, fékk í gær viðurkenningu sem besta hlutabréfamiðlunin í Tékklandi.
Viðskiptatímaritið Euromoney veitir verðlaunin og er þetta í níunda skiptið sem Wood and Company hreppir hnossið.
Straumur keypti helmingshlut í Wood and Company í júní síðastliðnum og samdi jafnframt um kauprétt að eftirstandandi hlutum ekki síðar en fyrri hluta árs 2011.