Dregið var í hádeginu fyrir VISA-bikarinn í knattspyrnu. Dregið var í 8-liða úrslit karla og undanúrslit kvenna. Knattspyrnuáhugamenn fá að sjá stórleiki hjá báðum kynjum því að í karlaboltanum mætir Valur FH á heimavelli og í kvennaboltanum fer KR í Kópavoginn og etur kappi við Breiðablik.
Drátturinn:
8-liða úrslit karla:
Valur - FH
Fylkir - ÍA
Fjölnir - Haukar
Breiðablik - Keflavík
Undanúrslit kvenna:
Breiðablik - KR
Fjölnir - Keflavík
8-liða úrslit karla fara fram 12. og 13 ágúst, en báðir undanúrslitaleikir kvenna fara fram 21. ágúst.