Bæjarráð Bolungarvíkur virðir ákvörðun sjávarútvegsráðherra 10. júlí 2007 11:36 Bæjarráð Bolungarvíkur hittist á fundi í dag þar sem rætt var um skerðingu veiðiheimilda. Á fundinum kom fram að bæjarráðið virði ákvörðun Einars Kristins Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra, þar sem hún er byggð á niðurstöðum sérfræðinga um nýtingu fiskistofnanna. Bæjarráð Bolungarvíkur telur þó að tekjutap vegna skerðingarinnar muni nema nokkrum hundruðum milljóna króna. Eftirfarandi bókun var gerð á bæjarráðsfundi Bolungarvíkur 10. júlí 2007, vegna skerðinga veiðiheimilda: „Nú liggur fyrir niðurstaða sjávarútvegsráðherra um veiðiheimildir fyrir næsta fiskveiðiár og verður niðurskurður í Bolungarvík rétt eins og annarsstaðar. Þetta þýðir mikið tekjutap bæði fyrir kaupstaðinn og samfélagið allt og má ætla að tekjutap í Bolungarvík vegna skerðingarinnar nemi nokkrum hundruðum milljónum króna. Þá eru ótalin önnur ruðningsáhrif af sjávarútvegsrekstri í Bolungarvík. Bæjarráð Bolungarvíkur virðir ákvörðun Einars Kristins Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra þar sem hún er byggð á niðurstöðum sérfræðinga um nýtingu fiskistofnanna. Mikilvægt er að þær mótvægisaðgerðir sem kynntar hafa verið af hálfu ríkisstjórnarinnar séu raunhæfar, gagnist þeim byggðarlögum sem hvað harðast koma út úr skerðingunni og að þeim verði hrint í framkvæmd hið fyrsta. Það er ljóst að í Bolungarvík, líkt og í öðrum samfélögum þar sem fiskveiðar eru lykilatvinnuvegurinn, að skerðing veiða mun hafa mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu margra. Hitt er þó jafn mikilvægt að standa saman um að styrkja aðra þætti atvinnulífsins og að gott samstarf verði milli ríkisvalds, sveitarstjórna, fyrirtækja og rekstraraðila á einstökum svæðum. Aðeins þannig verður hægt að mæta þeim þrengingum sem framundan eru og skapa ný tækifæri í öðrum greinum. Bæjarráð hvetur frumkvöðla til að kynna hugmyndir sínar bæjaryfirvöldu sem munu leggja sig fram um að aðstoða þá sem kunna að sjá ný tækifæri í stöðunni við að vinna frekar úr þeim. Bæjarráð lýsir yfir fullum vilja til að vinna í nánu samstarfi við stjórnvöld um frekari úrvinnslu einstakra hugmynda." Innlent Mest lesið „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Fleiri fréttir Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Sjá meira
Bæjarráð Bolungarvíkur hittist á fundi í dag þar sem rætt var um skerðingu veiðiheimilda. Á fundinum kom fram að bæjarráðið virði ákvörðun Einars Kristins Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra, þar sem hún er byggð á niðurstöðum sérfræðinga um nýtingu fiskistofnanna. Bæjarráð Bolungarvíkur telur þó að tekjutap vegna skerðingarinnar muni nema nokkrum hundruðum milljóna króna. Eftirfarandi bókun var gerð á bæjarráðsfundi Bolungarvíkur 10. júlí 2007, vegna skerðinga veiðiheimilda: „Nú liggur fyrir niðurstaða sjávarútvegsráðherra um veiðiheimildir fyrir næsta fiskveiðiár og verður niðurskurður í Bolungarvík rétt eins og annarsstaðar. Þetta þýðir mikið tekjutap bæði fyrir kaupstaðinn og samfélagið allt og má ætla að tekjutap í Bolungarvík vegna skerðingarinnar nemi nokkrum hundruðum milljónum króna. Þá eru ótalin önnur ruðningsáhrif af sjávarútvegsrekstri í Bolungarvík. Bæjarráð Bolungarvíkur virðir ákvörðun Einars Kristins Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra þar sem hún er byggð á niðurstöðum sérfræðinga um nýtingu fiskistofnanna. Mikilvægt er að þær mótvægisaðgerðir sem kynntar hafa verið af hálfu ríkisstjórnarinnar séu raunhæfar, gagnist þeim byggðarlögum sem hvað harðast koma út úr skerðingunni og að þeim verði hrint í framkvæmd hið fyrsta. Það er ljóst að í Bolungarvík, líkt og í öðrum samfélögum þar sem fiskveiðar eru lykilatvinnuvegurinn, að skerðing veiða mun hafa mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu margra. Hitt er þó jafn mikilvægt að standa saman um að styrkja aðra þætti atvinnulífsins og að gott samstarf verði milli ríkisvalds, sveitarstjórna, fyrirtækja og rekstraraðila á einstökum svæðum. Aðeins þannig verður hægt að mæta þeim þrengingum sem framundan eru og skapa ný tækifæri í öðrum greinum. Bæjarráð hvetur frumkvöðla til að kynna hugmyndir sínar bæjaryfirvöldu sem munu leggja sig fram um að aðstoða þá sem kunna að sjá ný tækifæri í stöðunni við að vinna frekar úr þeim. Bæjarráð lýsir yfir fullum vilja til að vinna í nánu samstarfi við stjórnvöld um frekari úrvinnslu einstakra hugmynda."
Innlent Mest lesið „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Fleiri fréttir Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Sjá meira