Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,82 prósent í Kauphöllinni í dag og endaði í 8.702 stigum. Þetta er hæsta gildi vísitölunnar fram til þessa en vísitalan hefur hækkað um tæp 63 prósent síðastliðna 12 mánuði.
Frá áramótum hefur hún hækkað um 35,74 prósent.
Gengi bréfa í Exista hækkaði mest í dag, um 4,78 prósent.
Mesta lækkun var hins vegar á gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össur sem fór niður um 2,27 prósent.