Í kvöld komst á hreint hvaða lið leika í milliriðli með íslenska U-19 ára landsliðinu í handbolta á opna Evrópumótinu sem fram fer í Gautaborg í Svíþjóð. Íslenska liðið mætir Tékkum, Slóvenum, Norðmönnum og Eistlandi í riðlinum og leiktímana má sjá hér fyrir neðan.
Íslenska liðið vann alla leiki sína í E-riðlinum og fer með tvö stig í milliriðilinn líkt og Tékkar og Slóvenar. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Tékkum í fyrramálið.
Fimmtudagur 5.júní
Ísland - Tékkland kl.06:00
Ísland - Slóvenía kl.10:30
Föstudagur 6.júní
Ísland - Noregur kl.12:30
Ísland - Eistland kl.17:30