Fjárfestingabankinn Askar Capital ætlar að opna skrifstofu í Mubai á Indlandi á næstunni. Yfirmaður verður Pav Bakshi, sem kemur frá bandaríska fjárfestingabankanum Bear Stearns. Askar Capital var stofnaður í desember á síðasta ári. Hann hóf starfsemi um áramót og sérhæfir sig í áhættufjárfestingum.
Í tilkynningu frá bankanum er haft eftir Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Askar Capital, að bankinn muni beina sjónum sínum að Asíu og Miðausturlöndum.
Askar Capital er með skrifstofur hér á landi, í Lúxemborg, í Búkarest í Rúmeníu og Hong Kong en fyrir liggur að opna skrifstofur í Bretlandi og Svíþjóð auk Indlands.
Askar Capital kominn til Indlands

Mest lesið

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent

Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent

Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent


Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum
Viðskipti innlent


Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife
Viðskipti innlent


Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi
Viðskipti innlent