Geimferjan Atlantis er nú lent heilu á höldnu á Edwards Air Force Base í Kaleforníu. Hún lenti klukkan 15:49 að staðartíma. Hætt var við lendingu í Flórída í dag vegna slæmra veðurskilyrða.
Geimferjan hefur verið á ferð um sporbaug jarðar síðan áttunda júní og var með nægar eldsneytisbirgðar fram á sunnudag.
Um borð í ferjunni var Sunita Williams. Hún var 195 daga í geimnum sem er lengsta geimferð sem kona hefur farið í. Hún er einnig sú kona sem hefur varið lengstum tíma í geimgöngur.
Hægt var að fylgjast með lendingu ferjunnar beint á Vísi.is