Garnett sagði nei við Boston Celtics 22. júní 2007 00:58 Kevin Garnett hefur leikið með Minnesota í 12 ár og er löngu kominn á endastöð með liðinu. Hann er nú orðaður stíft við Phoenix Suns NordicPhotos/GettyImages ESPN sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur eftir heimildamanni sínum í nótt að Boston Celtics og Minnesota Timberwolves hafi verið komin að samkomulagi um leikmannaskipti sem hefðu þýtt að stórstjarnan Kevin Garnett hefði farið til Boston. Ekkert varð þó af skiptunum því Garnett sagði nei takk. Minnesota er nú sagt í viðræðum við Phoenix um að taka við Garnett, en þangað er hann sagður vilja fara ofar öllu. Boston er sagt hafa boðið Minnesota þá Al Jefferson, Theo Ratliff, Wally Szczerbiak, Sebastian Telfair og fimmta valréttinn í nýliðavalinu í skiptum fyrir Garnett og bakvörðinn Troy Hudson. Framkvæmdastjórar félaganna eru fyrrum félagarnir Danny Ainge (Boston) og Kevin McHale (Minnesota) sem léku saman í síðasta gullaldarliði Boston á níunda áratugnum. Kevin Garnett verður með lausa samninga hjá Minnesota eftir næstu leiktíð og þó hann hafi um árabil verið orðaður við félagaskipti frá Minneapolis, hefur hann sýnt félagin tryggð þó það hafi valdið vonbrigðum og ekki komist í úrslitakeppnina. Forráðamenn Minnesota vilja umfram allt ekki missa Garnett frá sér án þess að fá neitt fyrir hann og voru þessi áætluðu viðskipti í nótt fyrstu merki þess að eigandi Timberwolves ætli sér að bregðast við áður en hann missir leikmanninn. Nýliðavalið í NBA fer fram í næstu viku og nú erum miklar hræringar á leikmannamarkaðnum fyrir þann tíma. Garnett er talinn hafa mestan áhuga á að ganga í raðir Phoenix Suns og heimildamaður ESPN segir að félögin séu nú í viðræðum um hugsanleg skipti. Minnesota er sagt vilja fá hinn unga Amare Stoudemire í skiptum fyrir Garnett, en óvíst er hvort Stoudemire gengi við því. Phoenix-menn eru líka tregir til að láta hann af hendi, en hafa frekar áhuga á að skipta framherjanum Shawn Marion í burtu og þá kæmi til greina að skipta með honum valrétti liðsins í nýliðavalinu á næsta ári. Þar á Phoenix réttinn á vali Atlanta - sama hvar í röðinni það verður. Ljóst er að mikil spenna verður í loftinu á leikmannamarkaðnum í NBA næstu daga og mest hefur þar verið rætt um menn eins og Garnett og Kobe Bryant hjá LA Lakers. Bryant hefur látið það í ljós að hann vilji fara frá Lakers nema liðið geri róttækar breytingar til hins betra á leikmannahóp sínum og þó ólíklegt verði að teljast að Bryant fari frá liðinu er ljóst að ekki á eftir að skorta áhuga frá þeim fáu liðum sem hugsanlega hefðu efni á að bjóða í hann. NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
ESPN sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur eftir heimildamanni sínum í nótt að Boston Celtics og Minnesota Timberwolves hafi verið komin að samkomulagi um leikmannaskipti sem hefðu þýtt að stórstjarnan Kevin Garnett hefði farið til Boston. Ekkert varð þó af skiptunum því Garnett sagði nei takk. Minnesota er nú sagt í viðræðum við Phoenix um að taka við Garnett, en þangað er hann sagður vilja fara ofar öllu. Boston er sagt hafa boðið Minnesota þá Al Jefferson, Theo Ratliff, Wally Szczerbiak, Sebastian Telfair og fimmta valréttinn í nýliðavalinu í skiptum fyrir Garnett og bakvörðinn Troy Hudson. Framkvæmdastjórar félaganna eru fyrrum félagarnir Danny Ainge (Boston) og Kevin McHale (Minnesota) sem léku saman í síðasta gullaldarliði Boston á níunda áratugnum. Kevin Garnett verður með lausa samninga hjá Minnesota eftir næstu leiktíð og þó hann hafi um árabil verið orðaður við félagaskipti frá Minneapolis, hefur hann sýnt félagin tryggð þó það hafi valdið vonbrigðum og ekki komist í úrslitakeppnina. Forráðamenn Minnesota vilja umfram allt ekki missa Garnett frá sér án þess að fá neitt fyrir hann og voru þessi áætluðu viðskipti í nótt fyrstu merki þess að eigandi Timberwolves ætli sér að bregðast við áður en hann missir leikmanninn. Nýliðavalið í NBA fer fram í næstu viku og nú erum miklar hræringar á leikmannamarkaðnum fyrir þann tíma. Garnett er talinn hafa mestan áhuga á að ganga í raðir Phoenix Suns og heimildamaður ESPN segir að félögin séu nú í viðræðum um hugsanleg skipti. Minnesota er sagt vilja fá hinn unga Amare Stoudemire í skiptum fyrir Garnett, en óvíst er hvort Stoudemire gengi við því. Phoenix-menn eru líka tregir til að láta hann af hendi, en hafa frekar áhuga á að skipta framherjanum Shawn Marion í burtu og þá kæmi til greina að skipta með honum valrétti liðsins í nýliðavalinu á næsta ári. Þar á Phoenix réttinn á vali Atlanta - sama hvar í röðinni það verður. Ljóst er að mikil spenna verður í loftinu á leikmannamarkaðnum í NBA næstu daga og mest hefur þar verið rætt um menn eins og Garnett og Kobe Bryant hjá LA Lakers. Bryant hefur látið það í ljós að hann vilji fara frá Lakers nema liðið geri róttækar breytingar til hins betra á leikmannahóp sínum og þó ólíklegt verði að teljast að Bryant fari frá liðinu er ljóst að ekki á eftir að skorta áhuga frá þeim fáu liðum sem hugsanlega hefðu efni á að bjóða í hann.
NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira