Hrefna Ingólfsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Samskiptasviðs Alfesca. Hrefna var að ljúka MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík en hefur víðtæka reynslu af almannatengslum, kynningar- og markaðsmálum.
Hún var meðal annars forstöðumaður kynningarmála Símans um langt skeið. Hrefna tekur strax til starfa hjá höfuðstöðvum Alfesca á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Alfesca.