Leikur Ísland og Serbíu fer að hefjast. Leikurinn er úrslitaleikur um hvort liðið tryggir sér sæti á Evrópumótinu í Noregi næstkomandi janúar. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og fer fram í laugardalshöllinni.
Fyrri leikur liðanna var leikinn síðustu helgi og höfðu Serbar þar sigur 30-29, þannig að Ísland verður að vinna þennan leik með tveimur mörkum til að tryggja sér farseðilinn á EM.