Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas 11. júní 2007 04:23 Cleveland hefur ekkert svar fundið við frábærum leik Tony Parker til þessa í einvíginu. Hann skoraði 30 stig í nótt og keyrir hér framhjá Daniel Gibson AFP San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. Tony Parker fór fyrir liði San Antonio í nótt með 30 stigum og hitti úr 13 af 20 skotum sínum, Manu Ginobili skoraði 25 og Tim Duncan skoraði 23 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Þríeykið magnaða fór sérstaklega á kostum í fyrri hálfleiknum þar sem það skoraði samtals 43 stig - 10 stigum meira en allt Cleveland-liðið til samans. San Antonio leiddi 58-33 í hálfleik og náði mest um 30 stiga forystu í þriðja leikhlutanum. Cleveland náði 24-4 rispu í upphafi fjórða leikhlutans og náði mest að minnka muninn niður í 8 stig, en þá tóku byrjunarliðsmenn San Antonio aftur til sinna ráða og gerðu það sem þeir þurftu til að landa sigrinum. "Það er oft erfitt að halda 20 stiga forystu, við vissum að þeir næðu smá áhlaupi á einhverjum tímapunkti - þetta er NBA deildin," sagði Tony Parker. Cleveland hitti aðeins úr 40% skota sinna í leiknum og þá var vítanýtingin hörmuleg þar sem tíu slík fóru í súginn. San Antonio nýtti 48% sinna skota og 81% víta sinna. "Mínir menn höfðu ekki þá grimmd sem til þurfti til að vinna þennan leik og það var slæmt að sjá ekki þessa grimmd fyrr en munurinn var einfaldlega orðinn of mikill. Við þurfum blöndu af grimmd og yfirvegun til að vinna þetta lið og ég kann ekki skýringu á því af hverju við náðum því ekki fram í kvöld," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. LeBron James náði sér aldrei á strik í fyrsta leiknum en var öllu skárri í nótt með 25 stig. Nýliðinn Daniel Gibson skoraði 15 stig, Drew Gooden 13 og Sasha Pavlovic skoraði 10 stig. Cleveland spilar á þriðjudagskvöldið sinn fyrsta heimaleik í lokaúrslitum í sögu félagsins - en verður að spila miklu betur en í fyrstu tveimur leikjunum ef einvígið á ekki að verða stutt og óspennandi. San Antonio keppir að því að verða aðeins fjórða liðið í sögu NBA til að vinna fjóra eða fleiri meistaratitla. Boston hefur unnið 16 titla, LA Lakers 14 og Chicago 6. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum. NBA Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira
San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. Tony Parker fór fyrir liði San Antonio í nótt með 30 stigum og hitti úr 13 af 20 skotum sínum, Manu Ginobili skoraði 25 og Tim Duncan skoraði 23 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Þríeykið magnaða fór sérstaklega á kostum í fyrri hálfleiknum þar sem það skoraði samtals 43 stig - 10 stigum meira en allt Cleveland-liðið til samans. San Antonio leiddi 58-33 í hálfleik og náði mest um 30 stiga forystu í þriðja leikhlutanum. Cleveland náði 24-4 rispu í upphafi fjórða leikhlutans og náði mest að minnka muninn niður í 8 stig, en þá tóku byrjunarliðsmenn San Antonio aftur til sinna ráða og gerðu það sem þeir þurftu til að landa sigrinum. "Það er oft erfitt að halda 20 stiga forystu, við vissum að þeir næðu smá áhlaupi á einhverjum tímapunkti - þetta er NBA deildin," sagði Tony Parker. Cleveland hitti aðeins úr 40% skota sinna í leiknum og þá var vítanýtingin hörmuleg þar sem tíu slík fóru í súginn. San Antonio nýtti 48% sinna skota og 81% víta sinna. "Mínir menn höfðu ekki þá grimmd sem til þurfti til að vinna þennan leik og það var slæmt að sjá ekki þessa grimmd fyrr en munurinn var einfaldlega orðinn of mikill. Við þurfum blöndu af grimmd og yfirvegun til að vinna þetta lið og ég kann ekki skýringu á því af hverju við náðum því ekki fram í kvöld," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. LeBron James náði sér aldrei á strik í fyrsta leiknum en var öllu skárri í nótt með 25 stig. Nýliðinn Daniel Gibson skoraði 15 stig, Drew Gooden 13 og Sasha Pavlovic skoraði 10 stig. Cleveland spilar á þriðjudagskvöldið sinn fyrsta heimaleik í lokaúrslitum í sögu félagsins - en verður að spila miklu betur en í fyrstu tveimur leikjunum ef einvígið á ekki að verða stutt og óspennandi. San Antonio keppir að því að verða aðeins fjórða liðið í sögu NBA til að vinna fjóra eða fleiri meistaratitla. Boston hefur unnið 16 titla, LA Lakers 14 og Chicago 6. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.
NBA Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira