Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann í dag sigur á Tékkum 29-28 í fyrri æfingaleik þjóðanna á tveimur dögum en leikið var í Tékklandi. Leikirnir eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir umspilsleikina gegn Serbum síðar í þessum mánuði. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með 8 mörk.
Róbert Gunnarsson og Logi Geirsson skoruðu 4 mörk hvor og Alexander Petersson og Ólafur Stefánsson skoruðu 3 hvor. Birkir Ívar Guðmundsson varði 16 skot í markinu.