Innlent

Siggi stormur leitar að veðurgleggstu Íslendingunum

Hvar ætli veðurgleggstu Íslendingarnir eigi heima? Það kemur í ljós í júní.
Hvar ætli veðurgleggstu Íslendingarnir eigi heima? Það kemur í ljós í júní.
Veðravon, veðurleikur Vísis og Stöðvar tvö hefst í dag og fer fram í júní í styrkri umsjá Sigurðar Þ. Ragnarssonar veðurfræðings. Leikurinn felst í því að landsmenn geta skráð á visir.is hvernig þeim finnst veður dagsins hafa verið og síðan er metið hver stendur sig best, hvaða sveitarfélagið hefur veðurglöggasta fólkið og hvar á Íslandi veðursæld sé mest.

"Á Íslandi hafa allir áhuga á veðrinu en nú kemur í ljós hverjir hafa næmasta tilfinningu fyrir náttúruöflunum," segir Sigurður.

Leikurinn fer þannig fram að fólk fer inn á visir.is, skráir áætlað hitastig, sólarstundir, vindstyrk og úrkomu í sínu sveitarfélagi þann dag. Vikulega eða oftar er farið yfir það í veðurfréttum á Stöð tvö hvaða sveitarfélag hefur virkasta veðuráhugafólki og hvar veðursældin hefur verið mest þá vikuna.

"Það verður einkar áhugavert að sjá hvar besta veðrið á landin er - og hvar bjartsýnustu, nákvæmustu og svartsýnustu Íslendingarnir búa," segir Sigurður.

Verðlaun eru veitt ötulustu veðurathugunarmönnunum, veðursælasta sveitarfélaginu og virkasta sveitarfélaginu. Í verðlaun eru 100.000 króna úttekt frá Sumarferðum, Sony W880i farsími og gjafabréf frá Argentínu Steikhúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×