Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur aukið við hlut sinn í Netia, næststærsta símafélagi Póllands og fer nú með 27 prósent hlutabréfa í félaginu.
Novator kom inn í hluthafahóp Netia fyrir tveimur árum og jók hratt við sig, var komið með 23 prósent hlutafjár í félaginu í janúar í fyrra. Í maímánuði sama ár hélt Novator svo um rúman fjórðungshlut í Netia. Var frá því greint að félagið hefði hug á að auka enn frekar við sig og fara með allt að þriðjung hlutafjár í félaginu.
Að sögn vefmiðilsins Polismarket hefur Novator ekki tjáð sig um það hvort félagið muni auka við hlut sinn frekar. Þá hefur það sömuleiðis vísað á bug orðrómi þess efnis að það tengist félaginu Third Avenue, öðrum stórum hluthafa í Netia. Saman eiga félögin 45,66 prósent í pólska símafélaginu.
Þá er tekið fram að Novator sé ekki að leita kaupanda að hlut sínum í Netia.
Novator eykur við sig í Netia

Mest lesið

Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“
Viðskipti innlent

Skype heyrir brátt sögunni til
Viðskipti erlent


Rukka í „rennuna“ á flugvellinum
Neytendur


Setur háa tolla á Evrópu
Viðskipti erlent


Norskir komast í Víking gylltan
Neytendur


Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun
Viðskipti innlent